10.4.2006 | 13:34
Karlar eru frá mars og konur frá venus!
Af hverju finnst karlmönnum framhjáhald svona miklu minna mál en konum? Nú er ég alls ekki að fullyrða að þeir haldi meira fram hjá en við en það er a.m.k. algengara að þeir skammist sín ekki bofs fyrir það. Aldrei hef ég t.d. hitt konu sem segir hverjum sem heyra vill að hún sé nú svo dugleg að dekra við manninn sinn dags daglega að það sé bara ekkert að því þó hún hitti einhvern sætan fola og ríði honum annað slagið.
Ætli karlkyns- og kvenkynsheilar séu eitthvað mismunandi að þessu leyti? Eða er þetta kannski af því við lítum enn þá þannig á að karlinn sé skaffarinn og konan bara heppin að hafa gengið út yfir höfuð og vera búin að festa sér mann og þess vegna megi hann nú alveg leika sér aðeins? Eða eru karlmennirnir bara þróaðri en við og búnir að fatta að við erum ekki gerð fyrir einkvæni og að við verðum bara að horfast í augu við þá staðreynd í staðinn fyrir að vera að fela framhjáhöldin fyrir öllum heiminum? Ef það er tilfellið eru þeir samt ekki komnir lengra í þessari þróun sinni en svo að þeir eru ekki alveg tilbúnir að taka skrefið til fulls og vilja þess vegna ennþá á yfirborðinu vera með einni konu...og svo virðast sumir þeirra ekki geta lært á þvottavél. Eða kannski eiga konur bara auðveldara með að ljúga. Karlarnir ljúga að konunum sínum en játa svo skammarlega hegðunina fyrir restinni af heiminum, kannski til að fá smá refsingu í formi illra augnaráða. Ég er nú ekkert sérstaklega hrifin af neinni af þessum kenningum en er bara uppiskroppa með hugmyndir held ég. Nema nottla þetta sé bara af því við erum geimverur frá mismunandi hnöttum...en ég hef aldrei verið hrifin af stjörnuspeki.
Vantar svo ekki eitthvað orð í íslensku yfir monogomy sem er ekki svona sexist (auglýsi þá í leiðinni eftir íslensku orði fyrir sexist)? Einkvæni gefur jú til kynna að maður skuli aðeins taka sér eina konu en hvað með okkur? Megum við þá bara taka endalaust marga kalla eða er bara gert ráð fyrir því að við myndum aldrei dirfast eða hafa áhuga á að taka okkur fleiri en einn og þess vegna þurfi ekki einu sinni orð yfir það? (hmm...eða er ég bara að tuða yfir smámunum?)
Svo er ég með þau gleðitíðindi að nú er ekki lengur svona vesen að kommenta hérna....nú er fólki bara í sjálfsvald sett hvort það vilji að möguleikinn á nafnlausu kommentaeinelti sé fyrir heni, og viti menn, ég býð þann möguleika velkominn opnum örmum.
Athugasemdir
Tja..efast um þú fáir mörg svör við þessu hérna í kommentakerfinu, það hafa verið skrifaðar hundruðir bóka um málið..þú kannski getur bætt einni í safnið með þínum kenningum.
Reyndar heyrði ég einu sinni frá sálfr.menntaðri manneskju að karlmenn héldu öllum möguleikum opnum miklu lengur en konum og hreinsuðu alltof seint til hjá sér. Eru þessvegna með hjónaband og viðhald á sama tíma til að halda öllum möguleikum opnum meðan kellingarnar slíta kannski frekar hjónabandinu áður en þær fara að halda við annan...sel það ekki dýrara en ég keypti það samt ;)
Huldusinn (IP-tala skráð) 10.4.2006 kl. 13:46
en á hvað keyptir þú það? Múhahahaha....i kill myself
Sunna, 10.4.2006 kl. 15:59
lol...hversu ömurlegur var þessi?
Datt í hug það sem maður sagði alltaf á leikskólanum eða álíka: "Þetta var svo fyndið að ég bara gleymdi að hlæja"
En já...held ég hafi keypt þessa vitneskju á 6000 kr :P ef þú nærð þeim djóki
Huldus (IP-tala skráð) 11.4.2006 kl. 11:48
jújú það var einmitt verðið sem ég ætlaði að giska á...
Sunna, 11.4.2006 kl. 15:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.