12.4.2006 | 11:13
Pælingar B-manneskju í morgunsárið
Ef þú kannt ekki að keyra, taktu þá strætó eða fáðu einhvern annan til að keyra. Ef þú vilt endilega hundsa þetta og keyra þó að þú kunnir það ekki, DRULLAÐU ÞÉR ÞÁ ALLAVEGA YFIR Á FOKKING HÆGRI, FÁVITINN ÞINN!
Og ef þú heldur að það megi bara einn bíll fara út úr tveggja akreina hringtorgi í einu, þá kanntu ekki að keyra.
Smá húsmæðrakrísa hérna....ég veit alveg að ef frosið kjöt þiðnar þá má ekki frysta það aftur, eða allavega ekki frysta það aftur og borða það svo. En hvað með ber? Ætti það ekki að vera alveg í lagi ef þau eru ennþá girnileg þ.e.a.s.?
Núna er ég sko í voooondum málum vöknunarlega séð. Smá upprifjun: Ég heiti sunna og ég kann ekki að vakna á morgnana. Í desember fór ég og keypti mér ógeðslegustu, háværustu og dýrustu vekjaraklukkuna á laugaveginum og stillti henni upp inni í stofu svo ég byrjaði hvern dag á því að taka spretthlaup inn í stofu og stökk m.a.s. oftast yfir einhverja kassa og rúgaldið mitt. Þegar þetta var búið að virka tvisvar og ég búin að mæta á skikkanlegum tíma í vinnuna tvo daga í röð fór ég að taka upp á því að vakna áður en ógeðisklukkan fór í gang, labba fram í stofu, slökkva á henni og halda svo annað hvort áfram að sofa í sófanum inni í stofu eða fara bara aftur upp í rúm. Svo loksins fann ég kerfi sem virkaði. Mamma hringdi í mig á morgnana og talaði við mig þangað til ég var almennilega vöknuð og komin framúr og svona. Nýverið fór ég að stunda það að fara aftur upp í eftir að hafa talað við mömmu og svo allra seinustu vikur hef ég bara logið að mömmu og sagst vera komin fram úr þegar ég er í rauninni ennþá undir sæng. Ég var m.a.s. orðin helvíti góð í því að feika hressleika til að losna sem fyrst við mömmu úr símanum svo ég gæti haldið áfram að sofa. Nú er ég búin að játa þetta fyrir mömmu, og hún er bara hætt að hringja! Og ég er uppiskroppa með hugmyndir....hjálp!!!
Deep Dish í kvöld og það verður geggjað stuð....Hægt að hlusta á þá í jukeboxi á heimasíðunni fyrir áhugasama. Svo á m.a.s. að breyta til og hafa ekki partý á Sólvallagötunni áður en lagt er af stað í bæinn. Jibbí!
Og hvað er svo málið með það að bæði Fólk og Bloggið á mbl bara liggur niðri þegar maður þarf sem mest á því að halda? Nú veit ég bara ekkert hvenar ég get póstað þetta og get ekki komist að því af hverju barnarverndaryfirvöld í los angeles heimsóttu Britney Spears eða lesið um svefnleysi Eminem sem varð til þess að hann fór í meðferð....en þetta sem sagt sagt var að komast í lag...og ég kláraði að skrifa allt nema akkúrat þessa setningu fyrir svona korteri....er sko alveg tjúlluð!!!
Athugasemdir
Já, þetta með umferðina er fokking rétt. Fólk kann ekki að keyra upp til hópa, og skrafar svo sín á milli um "brjálæðingana sem keyra of hratt" -- Sorry, en þetta fólk væri kannski ekki brjálað að taka framúr ykkur með vélina í 6000 snúningum, nema því það var fast fyrir aftan ykkur samhliða 50km/h idjótana í 10 mínútur á sæbrautinni!
Varðandi að vakna, ég held að málið sé bara að finna sér vinnu sem maður nennir að vakna til að mæta í ;-)
Steinn E. Sigurðarson, 12.4.2006 kl. 11:36
hehe, maður getur alltaf verið viss um að fullt af fólki sé sammála manni þegar maður byrjar að rífa kjaft út í umferðina. Ef ég ætti haglabyssu væri ég eflaust búin að beita henni á nokkur kvikindi í hvalfjarðargöngunum og víðar.
Og ef ég bara vissi hvers konar vinnu ég myndi nenna að vakna fyrir (og gæti fengið mannsæmandi laun fyrir) væri ég eflaust með þetta á stefnuskránni. Áhugasvið mitt virðist bara takmarkast við svefn og aðra hluti sem er ekki hægt að fá borgað fyrir.
Sunna, 12.4.2006 kl. 12:14
Af hverju hef ég ekki hugmynd um hverjir Steinn E. og Henrý Þór eru?...hélt ég þekkti alla sem þú þekkir :P...nú eða hefði í það minnsta heyrt þeirra getið
Hulda (IP-tala skráð) 12.4.2006 kl. 15:59
Heh, við Henrý erum forritarar sem vinnum við þennan blogg vef, og erum því með púlsinn á þessu ;-) -- einnig höfum við sterkar skoðanir á heimsku fólks, sérstaklega ef það tengist umferðinni :-P
Steinn E. Sigurðarson, 12.4.2006 kl. 16:15
Já, og það var ekki bara "bæði bloggið og fólk" á mbl sem lá niðri, heldur urðum við fyrir bilun í morgun sem hafði áhrif á allt hjá okkur, og meirihluti þjónusta okkar varð fyrir talsverðri röskun milli 9:30 og 11:30.
Steinn E. Sigurðarson, 12.4.2006 kl. 16:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.