What charming underclothes you both have!

Undur og stórmerki gerast enn! Hvað haldiði að ég hafi gert þegar ég kom heim úr vinnunni í gær? Jú, fyrst fór ég í Krónuna og keypti snakk, ís, kók og súkkulaðikex. Svo fór ég beinustu leið heim, gekk frá draslinu og settist niður við skrifborðið til að læra. Já ég átti soldið erfitt með að trúa þessu sjálf, en ég sem sagt fann sjálfsagann. Vúhúú!

Nú bara vona ég að þessi langtýndi vinur yfirgefi mig ekki fyrr en eftir próf. En ég held að kannski hafi það spilað inn í að ég var búin að ákveða að hætta kl. hálf 10 og hefjast þá handa við að horfa á Rocky Horror með Sindra og gæða mér á varningnum úr búðinni.

Þessi mynd er svoooo mikil snilld. Keypti hana um daginn á amazon ásamt einhverjum öðrum myndum en var ekki búin að skella henni í ennþá....og ég held ég hafi barasta ekki séð hana í alveg einhver ár, sem mér finnst samt hálfduló þar sem ég kann hana meira og minna utanað.

Ég er alveg einlægur Rocky Horror fan og var svona pinku stressuð að láta Sindra horfa á myndina af því hún er nú soldið illa steikt og ég var alveg á báðum áttum hvort hann myndi fíla þetta, en hann auðvitað brást mér ekki og fannst hún góð...enda er þessi bróðir minn mikið gáfumenni með góðan húmor. Það var reyndar soldið gaman að sjá viðbrögðin þegar Frank-N-Furter svipti af sér skikkjunni í fyrsta skipti og í ljós kemur korselett og sokkabönd. Mér finnst þetta orðið svo sjálfsagður hlutur að ég var hálfhissa að sjá Sindra hissa. Ég persónulega var búin að gleyma hvað þessi maður getur verið fáránlega flottur í þessari múnderingu en ég áttaði mig á því sjálf og sagði hverjum sem heyra vildi þegar ég var 16 ára að Tim Curry væri kynþokkafyllsti karlmaður í kvenmannsnærfötum sem ég hefði séð...og ég held bara að það standi ennþá. Man að minnsta kosti ekki eftir neinum öðrum í augnablikinu sem mér finnst einu sinni remotely sexy.

Ég er allavega mjög þakklát fólkinu sem gaf myndinni annan séns eftir að hún vakti litla sem enga lukku þegar hún kom fyrst út. Líka honum Louis Farese sem fann sig knúinn til að öskra "Buy an umbrella, you cheap bitch!" að tjaldinu á einhverri sýningunni og starta þar með audience participation-æðinu á kvikmyndasýningunum.

Eftir þessa upprifjun á æðisleika myndarinnar er held ég næsta skref hjá mér að fara á svona áhorfendaþátttökusýningu þar sem ég myndi væntanlega klæða mig  upp sem Columbia og vera ein af stjörnum sýningarinnar. Núna eru tæplega 31 ár frá því myndin kom fyrst út og í oktober verður haldin 31 árs afmælis ráðstefna í Tuscon, Arizona. Ef ég ætti fullt fullt af peningum og einvherja vini sem eru jafn klikkaðir og ég væri bara alls ekki svo ólíklegt að ég myndi barasta skella mér. 

Úti í Noregi átti ég vin frá Wales, Chris Doughty. Hann var ekki hluti af svona vinahópnum sem ég var í og eiginlega komum við algjörlega úr sitthvorri áttinni svona félagslega. Það sem tengdi okkur saman var brennandi áhugi á kyrilíska stafrófinu (eða hvernig sem Cyrilics útleggst á íslensku), orðabókum og Rocky horror.

Úti í Noregi átti ég vin frá Wales, Chris Doughty. Hann var ekki hluti af svona vinahópnum sem ég var í og eiginlega komum við algjörlega úr sitthvorri áttinni svona félagslega. Það sem tengdi okkur saman var brennandi áhugi á kyrilíska stafrófinu (eða hvernig sem Cyrilics útleggst á íslensku), orðabókum og Rocky horror.

Í ég veit ekki hvað margra klukkutíma lestarferð frá Osló til Berlínar vorum við sitt í hvorum klefanum en styttum hvort öðru stundir með því að skrifa bréf á ensku en með kyrilískum stöfum. Svo sátum við oft langt fram eftir nóttu inni í Sweden House dayroom (Sweden House var húsið mitt) og glugguðum í ensk-íslensku og íslensk-ensku orðabækurnar mínar sem voru kannski ekki alveg nýjar af nálinni. Chris er engan veginn þessi Breti sem ræður bara yfir orðaforða grunnskólabarns og þess vegna fannst okkur voða gaman þegar hann fann orð í orðabókinni minni (sem var alls ekkert stór og merkileg) sem hann kannaðist ekkert við og þá spurði hann mig hvað þau þýddu og ég snaraði íslensku þýðingunni yfir á nútímalegri ensku. Einu sinni var hann að skoða íslensk-ensku orðabókina og fann eitthvað svo rosalega fyndið að hann lenti í öndunarerfiðleikum. Hann hafði þá fundið orð á íslensku sem þurfti alveg heila enska setningu til að þýða og þetta var nú eiginlega sérstaklega merkilegt í ljósi þess að hlutfallið kindur/menn er enn hærra í Wales en á Íslandi. Þýðingin var "running sheep being overtaken by the flood." Ég man ekki fyrir mitt litla líf hvað orðið var og hef ekki fundið það aftur enn þann dag í dag. En svona var (eða er?) maður nú mikið nörd inni við beinið þótt maður þættist stundum vera voða kúl.

En við Chris vissum svo sem alltaf að við yrðum ekkert í miklu sambandi eftir útskrift og að við værum ekkert að fara að fljúga heimshorna á milli til að hittast. En eitt af því sem við ákváðum að gera fyrir reunion, þótt það væri mjög líklega það eina sem við myndum gera saman fyrir reunion, var að fara á svona almennilega Rocky Horror sýningu í búningum. Ég ætti kannski að draga hann með mér til Tucson bara...þá væri ég allavega komin með klikkaða vininn, vantar bara peninginn.

Já úps...missti mig aðeins....pointið með þessu öllu saman var sem sagt það að mig vantar réttlætingu á að skella mér á nasa í kvöld. Er ekki líklegast að ég verði aftur dugleg að læra eftir vinnu í dag ef ég er búin að lofa sjálfri mér einhverju skemmtilegu eins og Roni Size eftirá? Og þá vantar mig nottla einhver rosaleg verðlaun fyrir annað kvöld þar sem ég ætla að taka allan daginn á morgun í lærdóm og einhver verðlaun á hverju einasta kvöldi til 6. maí...þetta gæti orðið soldið dýrt...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

þetta var skemmtileg lesning .. ég hef ekki séð þessa mynd in years sko.. mundi sennilega líða eins og ég væri að sjá hana í fyrsta skipti þegar ég horfi á hana næst,

áhuga á orðabókum og kyrilíska stafrófinu , þú kemur mér stöðugt á óvart kona :)

kanntu kannski pólsku, eins fáránlegt og það hljómar þá þarf ég að fá túlk til að ræða við stóran hluta af starfsfólkinu mínu..hahhaha

Mæja (IP-tala skráð) 21.4.2006 kl. 09:21

2 Smámynd: Sunna

jújú, ég kom sjálfri mér eiginlega á óvart með því að rifja þetta upp. Og nei því miður enginn pólska...nema nottla þetta klassíska - kurva og eitthvað fleira sem ég er búin að gleyma.
Þú ert velkomin í Rocky horror gláp hvenar sem er...ég er sko alveg til´i að horfa áftur fljótlega. Ef þú lætur mig vita með smá fyrirvara er jafnvel séns ég myndi bjóða upp á snakk með.

Sunna, 21.4.2006 kl. 09:25

3 identicon

ég er yfir mig stolt af þér, þ.e. frammistöðu þinni að vera farin að læra dag hvern, og vera með plan fram að prófi, til að gera slíkt hið sama. Auðvitað áttu skilið að verðlauna þig á kvöldin. Gæti vel hugsað mér að fá lánaða myndina, bara til að sjá hvort mér finnst jafngaman og´þegar ég sá verkið á sviði í NY. Svo finnst mér að very impressive, að þú skulir svara í símann og vera á leiðinni í vinnuna þegar hin lífræna vekjaraklukka þín, mamman sjálf hringir!!! Það var eiginlega unheard of.
Mamma

agnes bragadóttir (IP-tala skráð) 22.4.2006 kl. 15:45

4 identicon

"Farin að læra dag hvern" stendur í kommenti frá múttunni þinni...interesting :P
Allavega, er orðin hundleið á þessu Rocky Horror bloggi, vil nýtt eða þú hefur verra af. Gæti komið heim til þín og grenjað til dæmis...ættir að vita að ég er fullfær um það ;)

Huldusinn (IP-tala skráð) 24.4.2006 kl. 12:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband