30.3.2006 | 12:52
Oh ég er svo klár!...or am I?
Ég er víst komin aftur....íslenskt já takk og allt það. Núna sem sagt geta allir kommentað og þá er líka eins gott að þið verðið dugleg við það lömbin mín. Að vísu þurfið þið annað hvort að vera innskráð eða opna meilið ykkar og smella á eina slóð til að þetta birtist. Maður verður víst bara að taka afleiðingunum af því að búa í landi þar sem gelgjur og grunnskólakrakkar, sem eru jú upp til hópa fávitar, blogga og leggja hverjir aðra í einelti með nafnlausum kommentum. Á ekki bara að senda alla á aldrinum 5 til 15 ára til Færeyja í útlegð? Ógeðslegur þjóðfélgshópur og ég trúi varla að ég hafi einu sinni verið hluti af honum. Enda átti ég enga vini framanaf, eflaust af því ég var ekki nógu pirrandi og ógeðsleg til að passa inn í hópinn.
En ég er líka búin að komast að því að ég er á algjörlega rangri hillu í lífinu. Ok ok, ég hefði svo sem átt að fatta það eftir fyrsta mánuðinn í verkfræðideildinni en það er bannað að gera grín að mér þó ég hafi verið heimsk í sambandi við einn hlut (og nei, ég hlusta ekki á neinar lygar um að ég hafi einhvern tíma gert eitthvað annað heimskulegt!) En alltaf hefur maður haldið áfram með þennan óbjóð eiginlega af því mér datt ekkert skárra í hug til að gera. Svo bara um daginn fattaði ég að ég vil vera grafískur hönnuður. Held það sé miklu skemmtilegra djobb og svo verður maður miklu miklu ríkari á því - allavega til að byrja með. En ég bara legg ekki í að byrja á byrjunarreit í námi aftur...svona peningalega séð og íbúðarlega séð. Og þó, einhverjir sjálboðaliðar til að borga af íbúðinni og halda mér uppi á meðan ég dörslast í gegnum grafíska hönnun í LHÍ?
Annars er komin önnur hugmynd líka, sem ég reyndar á ekki heiðurinn af sjálf en er alltaf að sjá betur og betur að væri mín rétta hilla. Einn vinnufélagi minn, sem er gamall verslingur, hefur gefið sig út fyrir að kunna allt á excel sem hægt er að kunna - og ætla ég bara alls ekkert að rengja það. Ég hef nú aldrei fengið neina formlega kennslu í þessu ágæta forriti en finnst það svona nokkuð idiotproof og hef aldrei skilið mikið hvað fólk er að eyða skattpeningum í að kenna fólki á hluti sem kenna sig sjálfir. En svo auðvitað koma tímar þar sem maður verður að kyngja þessum hroka og játa að maður stendur frammi fyrir excel vandamáli sem maður getur ekki leyst. Þá verður maður þakklátur fyrir að skattpeningum foreldra manns hafi verið eytt í að gefa einhverjum formlega menntun í excel og leitar á náðir gamla verzlingsins og biður hann um hjálp. Þetta hefur gerst tvisvar eða þrisvar og í bæði (nú eða öll ef það var þrisvar) skiptin hefur hann bara horft á skjáinn og sagt að þetta eigi ekki að vera hægt og í framhaldi af því kom hann með þá snilldarhugmynd að ég ætti að fá vinnu hjá microsoft við að leika mér í forritunum og finna svona bögga. Mér finnst þetta hljóma eins og hin ágætasta hugmynd og held ég þurfi að ræða þetta við Bill vin minn Gates.
Í dag fékk ég svo enn frekari staðfestingu á að það sé á þessu sviði sem hæfileikar mínir liggja. Eins og þið kannski vitið er þetta blog.is dót nýtt og opnar ekki formlega fyrr en 1. apríl og einhvers staðar var maður beðinn að prófa kerfið og senda endilega inn athugasemdir og hugmyndir. Ég tók þetta nottla alveg grafalvarlega og eftir fyrsta test sendi ég nokkrar athugasemdir (og hótaði að koma aldrei aftur ef hinn almenni borgari fengi ekki að kommenta) og fékk bara svör til baka um leið og öllu dótinu sem ég setti eitthvað út á var kippt í liðinn á nótæm. Svo fór bara Internet Explorer alltaf að frjósa hjá mér þegar ég reyndi að fara inn í kommentin en það gerðist ekki hjá neinum öðrum (ok það gerðist ekki hjá Huldu og ekki hjá mér á einhverri annarri tölvu) en ég skrifaði samt bara mail að spyrja hvort þeir könnuðust við vandamálið. Ji ég er að verða eins og valli, sendandi e-maila út um allt út af minnstu hlutum sem pirra mig...en ok, var hvort eð er búin að komast að því í gær að ég er ennþá sorglegri karakter en hann svo það er eins gott að hegða sér bara samkvæmt því. En allavega, ég fékk svar og tölvugaurarnir sem búa þetta til höfðu þá náð að framkalla sama vandamál og ég lýsti og viti menn, þetta er galli í Internet Explorer, og enginn annar búinn að benda á þetta. Af hverju er ekki einhver frá Microsoft löööngu búinn að hafa samband við mig? En allavega, ef einhver lendir í þessu, stækkiði þá bara gluggann og reynið aftur...hann þarf víst að vera alla vega 900 px. En svo reyndar á að búa til einhverjar krúsindúllur þannig að heimski internet explorer skilji þetta en það verður bara ekki alveg strax.
Hmm, nú er ég orðin eins og stjórnarandstaðan...finnst ég alveg þvílíkt klár að geta fundið vandamál í hverjum krók og kima án þess að geta bent á orsökina og enn síður lausnina. En til þess höfum við tölvukalla. En þangað til Billy hefur samband og býðst til að byrja að borga mér fyrir þetta ætla ég bara að snúa mér aftur að verkfræðivinnunni.
Athugasemdir
Jáhhááh.. þetta vaaarrr sko bbblllloooggg kona..
þú gætir náttla líka farið bara KHÍ og lært grunnskólakennarann... !! múhahahhaahhaah
hafði það gott !
María Moritz (IP-tala skráð) 30.3.2006 kl. 13:35
já ég missti mig eitthvað örlítið á lyklaborðið....og til hamingju með að hafa verið fyrst til að kommenta á nýju síðuna mína! Fyrir utan nottla sjálfa mig að skrifa blablabla í tilraunaskyni....
Og júi ég held þetta sé rétt hjá þér. Þrátt fyrir lúsalaun held ég að ég fari bara í grunnskólakennarann...mér finnst börn svo skemmtileg að ef ég fæ að umgagngast þau allan daginn er mér alveg sama þó ég lepji dauðann úr skel. (og þó, launin skipta engu máli svo sem, ég myndi hengja mig eftir fyrsta vinnudag).
Sunna, 30.3.2006 kl. 13:42
Jæja, ég skal vera númer 2 að kvitta..fyrir utan eigandann náttúrlega ;)
Finnst maður eigi að fá svona löng blogg daglega...var alveg heillengi að lesa og það tók sko frá mér slatta tíma sem hefði annars farið í drepleiðinlega verkefnið í vinnunni ;)
Meira svona!!
Hulda (IP-tala skráð) 30.3.2006 kl. 18:28
Númer hvað er ég? Finnst æðislega gaman að lesa svona langt blogg, eins og Hulda talaði um.
Mamma
Agnes Bragadóttir (IP-tala skráð) 5.4.2006 kl. 17:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.