Áhrif hótana vinkvenna með hormónaflæðið í botni.

Ég var nú búin að taka þá ákvörðun að vera ekkert að tjá mig hérna nema hafa eitthvað að segja. Finnst svona "hmm best að blogga eitthvað...það er fluga á veggnum....hvað get ég nú sagt ykkur meira...."-færslur ekkert skemmtilegar, hvorki til að lesa né skrifa. En þar sem Hulda er farin að hóta refsiaðgerðum verð ég að gera eitthvað í málinu....læt það nú vera að hún komi heim til mín að gráta, það er alveg guðvelkomið. Ég er aftur á móti skíthrædd um að hún komi heim, gráti smá og láti mig svo horfa á einhvern ógeðissjónvarpsþátt sem ég hef alveg haft fyrir prinsipp að horfa ekki á. En auðvitað má maður ekki segja nei við vinkonu sína sem er nýbúin að gráta. Í kvöld væri til dæmis mjög gott kvöld til slíkra refsiaðgerða þar sem bæði innlit/útlit og heil og sæl er á dagskrá svo ég þori ekki öðru en að skrifa þessar línur. Af hverju er svona mikill viðbjóður á dagskrá?

Ég ætla bráðum að fara að rúlla í bæinn og skalla mér í ljós. Er að koma mér upp smá beistani. Það er eitt af þessum verkefnum sem ég myndi aldrei nenna að standa í nema af því ég get ekki reiknað á meðan ég er í ljósum. Ég hef nú aldrei verið þessi ljósamanneskja...finnst þetta óþarfapeningaeyðsla og svo yrði ég líka hundfúl út í sjálfa mig ef ég fengi húðkrabbamein þegar ég væri loksins orðin brún en eftir að ég las á mbl á föstudaginn að líkur á húðkrabbameini aukist um helming ef maður hefur brunnið 5 sinnum í sól brunaði ég beint á næstu sólbaðsstofu og keypti 10 tíma kort. Þar sem ég hef eflaust brunnið svona 40 sinnum í sól og kannski svona 5 sinnum í ljósum er ég eiginlega pottþétt komin með sortuæxli nú þegar svo þetta skiptir ekki máli. Verð pottþétt brúnasta og hraustlegasta gellan í prófinu eftir allt of fáa daga.

Svo langar mig að vita....er ég með eitthvað stórfurðulegan smekk? Er ég til dæmis skrítin að finnast Frank N Furter hot? Og er skrítið að finnast Andri Snær Magnason eiga að vera í fyrsta sæti á lista yfir kynþokkafyllstu menn á Íslandi? Ætla að lesa Draumalandið þegar ég er búin í prófinu...og það er ekki af því Andri Snær er hot. Ég hef eiginlega enga skoðun á þessum álvers- og virkjanamálum, af því ég hef eiginlega ekki nennt að spá í þau, en það er mjög kjánalegt í ljósi þess að ég tók virkan þátt í gerð Kárahnjúkastíflu og núna í stækkun álvers....spurning að hafa að minnsta kosti skoðun á því sem maður er að vinna við, þó að áhuginn sé í lágmarki.


mbl.is Fimmti hver Bandaríkjamaður greinist með húðkrabbamein
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heppin þú að ég er bara í alls engu grátskapi þessa dagana :) Lífið er ansi gott bara...en maður veit aldrei hvað gerist við næstu hormónaholskeflu ;)
Þessi gaur er hot..það er á hreinu, ekki beint sætur en það er eitthvað við nördana sem fær mann til að fá í hnén, sérstaklega ef þeir eru góðir pennar ofan á allt hitt

Huldusinn (IP-tala skráð) 26.4.2006 kl. 11:07

2 identicon

hann er hot jámm.. mér finnst hann líka svipa til einhvers sem ég kannast við.. kem því samt ekki almennilega fyrir mig.. svo skemmir ekki fyrir honum að hann heitir skemmtilegur tískunafnfi.. Snær er voða sætt..
sem leiðir mig að því, ætli manni mundi finnast hann eins sætur ef hann héti til dæmis Hárlaugur.. eða eikkað..

annars held ég með þér í prófbaráttunni.. já og Huldu líka .. verst að Hulda getur ekki verið með í beistan-plottinu .. nema náttla að kaupa sér brúnkuspray-meðferðapakka.. það má ..
jú gó görls !

Mæja snargeðveika (IP-tala skráð) 26.4.2006 kl. 19:37

3 identicon

múhahaahahhaha má ég vera með í þessu tan dæmi.. ekki veitir af sko er orðin alveg eins og mjallhvít nema ég er ekki með svart hár og eldrauðar varir þannig þið getið rétt ímyndað ykkur ástandið hehe... en þetta með grenjið .. ég skal sko alveg taka þátt í því svona við og við en ekki halda að ég nenni að horfa á þætti eins og innlit útlit og eitthvað solleis KRAPP... Tískunöfn jáhhh þú segir nokkuð hehehehe
svo eru það bara línuskautarnir í sumar ..ekki spurning :D

Heiða (IP-tala skráð) 26.4.2006 kl. 20:30

4 Smámynd: Sunna

oh, ég var svona smá að vona að þetta væri bara mín skoðun...þá væri engin samkeppni sjáiði til. En já, kannski er þetta bara nafnið...ég er nú örlítið skotin í nafna hans Frey Viðarssyni, þó að hann geti nú engan veginn talist hot...og nei mæja ég veit ekki hvern hann gæti hugsanlega minnt þig á;)

Og það eru allir velkomnir með mér í brúnkumeðferð og á línuskauta...bara um leið og veðrið kemur.

Sunna, 27.4.2006 kl. 09:34

5 identicon

nei ..sama hvað ég reyni að koma þessu andliti fyrir mig þá bara dettur mér eeeeeeeeenginn í hug !!! skrítið ! ;)

þú og Feyr væruð góð saman .. gætið t.d skrifað undir jólakortin..
Jólakveðja
Sunna og Freyr Viðarsbörn ... heheheh .. hef reyndar aldrei vitað um neinn sem skrifar föðurnafnið sitt undir jólakort.. en þið gætuð startað hef.. :D

Mæja (IP-tala skráð) 27.4.2006 kl. 09:58

6 identicon

Ég get ekki skammað neinn fyrir að vera latur að blogga, því að ég er bara alls ekki að standa mig í þeim málum sjálf. En ég skrifaði þó eitthvað í dag, varð að monta mig af nýja fjölskyldumeðliminum :)

Annars að þá hlakka ég bara til að fá þig í heimsókn og ég er alveg viss um að þú eigir eftir að hafa rosa gaman af Harley :) Hann á eftir að taka þig í nokkra göngutúra, eða öfugt :)

Inga Birna frænkus.

Inga Birna (IP-tala skráð) 27.4.2006 kl. 13:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband