læri læri læri lær, læri lær, læri lær,
læri læri læri lær, læri læri lær.
(lag: mæja átti lítið lamb)
Það er alltaf sami dugnaðurinn í manni.
Í gær byrjaði ég daginn á því að fara niður í bæ með Sindra, sem hafði gist hjá mér, og fá mér að borða og hlæja að skrúðgöngunni þegar hún labbaði fram hjá. Svo nennti ég nú ekki heim beint eftir matinn svo við sindri fórum í pool. Í gærkveldi lagði ég svo bækurnar niður snemma til að horfa á aaalllla dagskrána á skjá einum. Sofnaði reyndar um leið og frasier byrjaði held ég. En ég horfði á popppunkt sem var voða voða gaman og í þetta skiptið voru liðin ekki hljómsveitir heldur frá útvarpsstöðvum. Eitt liðið var frá xfm og eins og allir sem hafa einhvern tíma komið inn í bílinn minn ættu að vita þá hlusta ég einmitt á xfm. Djöfull er fyndið að sjá gaurana sem maður hlustar á á hverjum degi í sjónvarpinu því þeir eru svo allt allt öðruvísi en maður hafði ímyndað sér.
En jæja, ég byrjaði daginn í dag á því að fara í ljós og í bakaríið...svo át ég bakaríismatinn minn og horfði á restina af bíómynd sem ég er búin að byrja að horfa á svona þúsund sinnum. Svo skutlaði ég Sindra á flugvöllinn þar sem hann er víst að fara að sanna karlmennsku sína og gerast sjómaður, svo heim til mömmu, lærði smá, svo borða og svo í staðinn fyrir að fara heim að læra dró ég mömmu í pool...held ég sé að verða eitthvað hooked á þessum leik...sökka samt ennþá. Svo loksins lagði ég af stað heim til að læra en uppgötvaði á leiðinni að ég átti eftir að prenta út seinustu dæmablöðin svo ég kom upp í skóla í þeim tilgangi. Og viti menn...nú er ég búin að prenta blöðin en er ég farin heim að læra? Neibbs, sit hérna og blogga um leti mína og fresturnaráráttu. Eru til einhver lyf við þessu?
En neinei, fyrir þá sem er ekki skítsama, þá gengur lærdómurinn bara alveg furðuvel þrátt fyrir alla mína leti og nýja áhugamálið. Eiginlega finnst mér alveg merkilegt að ég sé ekki bara byrjuð að prjóna líka...eða kannski sauma út. En anyways...best að druuulla sér....
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.