Sunna

Nafn: Sunna Viðarsdóttir
Fæðingardagur: 19. júní 1982
Stjörnumerki: Tvíburi
Hárlitur: Ljóska
Augnlitur: Blár
Foreldrar: Pabbi og mamma
Systkini: Sindri og Snorri
Maki: Nei...hann er ekki fundinn enn - ef hann er þá til
Barn/börn: Ojbarasta nei takk
Bíll: Sætasti bill í heimi - Daihatsu Sirion 2000
Draumastarf: Hmm..túristi með milljón á mánuði? Er það hægt? Annars bara verkfræðingur - múhahahahahaha!

Hefurðu..
Brotið bein?
Jamm - það skeður víst stundum þegar maður tekur sig til og hjólar á kyrrstæða vörubíla.
Logið?
Tja...hefur komið fyrir :-P
Gert e-ð sem þú sérð eftir?
Haha, aldrei! Jú kommon auðvitað.
Verið ástfangin?
Já einhvern tíma var ég það víst...en ég man ekkert hvað það þýðir eiginlega.
Langað í e-h sem þú veist að þú getur ekki fengið?
Jájá, en verður maður ekki að halda áfram að vinna í því bara? Ég gefst ekki svo auðveldlega upp sko, múhahaha.
Valdið ástarsorg?
Já það er víst...er samt ekkert mikið fyrir það sko.
Grátið þegar e-h deyr?
Auðvitað...kannski er ég smá tilfinningalega bæld en fyrr má nú aldeilis fyrr vera.
Óskað þess að líta öðruvísi út?
Já - sem er nottla alveg furðulegt í ljósi þess hvað ég er fullkomin að öllu leiti. ;)
Óskað þess að vera e-h önnur?
Já, en fann aldrei réttu manneskjuna til að vera svo ég hætti við það.

Trúirðu á..
Guð? Neibb
Geimverur? Neibb
Drauga? Neibb
Töfra? Neibb
Kraftaverk? Neibb
Ást við fyrstu sýn? Neibb

Hitt kynið..
Hverju tekurðu fyrst eftir?
Guð ég veit það ekki...fasinu?
Sítt eða stutt hár?
Bara bæði betra - fer klárlega eftir hausnum sem hárið er á.
Göt einhversstaðar?
Alveg eins...en ekkert vera að fara út í öfgar neitt.
Dökkhærðir eða ljóshærðir strákar?
Mjá, þú segir nokkuð...finnst ljóshærðir strákar svona almennt ekki vera að gera sig en annars bara anything goes.

Hvort er betra..
Coke/pepsi?
Coke
Buxur/stuttbuxur?
Buxur!
Heitir pottar/sundlaugar?
Aftur bara bæði betra
Sólsetur/sólarupprás?
Held sólarupprás...en bara þegar maður er ekki farinn að sofa ennþá, ekki séns ég nenni að vakna til að sjá þetta.
Hávæði/næði?
Hmm, fer bara eftir vikudegi skilurru.
Kveikt eða slökkt þegar þú horfir á tv?
Slökkt

Dreymir þig í lit eða svarthvítt?
Hef nú heyrt að alla dreymi í svarthvítu en ég held samt að mig dreymi í lit...ég er svo spes sko.
Hrýturðu?
Kemur víst fyrir eftir óhóflega inntöku áfengis og svo ef eitthvað kvef er í gangi. Annars svona almenn ekki held ég...en það er kannski bara af því það eru almennt engin vitni sem geta leitt mig í sannleikann um þetta mál.
Færðu martraðir?
Það hefur nú gerst - og bara núna nýlega gat ég t.d. ekki hreyft mig því þá var eins og einhver héldi svo fast utan um mig að ég gat ekki andað og líka nýlega var handleggurinn á mér skorinn af af óðum manni með vélsög (sem ég lánaði honum nota bene sjálf).
Hver fær þig til að hlæja?
Það þarf nú oftast frekar lítið...ég get m.a.s. séð um þetta sjálf stundum en annars er hann Valli Matti nottla sérstaklega lunkinn við það. Og Maddox, kærastinn minn.
En brosa?
Bara allir vinir mínir, annars væru þeir ekkert vinir mínir.
En gráta?
Hehe...þarf ég eitthvað að vera að segja það? Enginn svona on a daily basis en alveg ótrúlegasta fólk hefur kreist tárakirtlana mína svona óafvitandi.
Ertu hamingjusöm?
Já - get ekki neitað því held ég.
Hver er flippaðasti einstaklingurinn?
Sem ég þekki þá? Hmm...held að Heiða og Mæja verði að fá að deila þessum heiðri.
En ástfangnasti?
Það ku vera pabbi, og nottla Helga hans pabba.
Ertu ástfangin?
Neibbs alveg laus við það.
Hver er sætastur?
Segi ekki.
En með flottasta rassinn?
Hmm...hef bara ekki spáð nógu mikið í því...er ekki svona rassamanneskja.
Fallegasti karlmaðurinn?
Klárlega Johnny Depp.
En kvenmaðurinn?
Daa...ég auðvitað :-P
Manstu fæðinguna þína?
Nei, gerir það einhver?
Bestu vinir?
You know who you are darlings
Bestasti besti vinur/vinkona?
Mangi. Og fast á hæla honum fylgir Huldus audda.
Hvernig finnst þér besta að sofa?
Lárétt og helst undir sæng.
Plokkarðu augabrúnirnar?
Jamm...en kannski ekki alveg nógu oft...kominn tími á stórátak í þessum efnum núna til dæmis.
Málaru þig á hverjum degi?
Hell no, kannski svona 3 í viku ef bara maskari telst sem málning.
Merkjafrík eða bara bland?
Bara gæti ekki staðið meira á sama.
Besta sem þú veist?
Brettafrí í ölpunum - eða á geðveikum skíðasvæðum annars staðar í heiminum.
En versta?
Að vakna á morgnana til að fara í vinnuna á meðan það er ennþá dimmt. Og stærðfræðigreining IV.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband