Færsluflokkur: Bloggar
12.9.2006 | 09:39
Vinna sminna
Vúhú...bara 3 dagar eftir! Og djöfull hlakka ég til. Þurfti að beita sjálfa mig valdi til að koma mér út úr bílnum og inn á skrifstofu hérna áðan - er því mikið glöð inni í mér að eiga bara eftir að standa í þeirri baráttu tvisvar í viðbót en utaná er ég með skeifu niður á hné því ég á eftir að hanga hérna alveg þó nokkra klukkutíma í dag.
Mætti alveg extra snemma í dag....á minn mælikvarða sko, var komin kl. 9. vá hvað ég ætla ekki að miða við þann mætingartíma aftur. Var 20 mínútur heiman frá mér út að hringtorginu við suðurgötu...sénsinn að ég myndi nenna svona bílalestum á hverjum degi - held að ef ég þarf aftur að mæta svona "snemma" þá leggi ég bara frekar hálftíma fyrr af stað og nái þá að fara alveg klukkutíma fyrr heim. En ástæðan fyrir að ég varð að vera mætt kl. 9 er að manneskjan sem á að taka við af mér átti að koma hérna í dag og ég átti víst að kenna henni þessi skemmtilegheit. Svo bara er þetta víst eitthvað óklárt og hún ekki mætt. Ég reyndar gæti alveg trúað að það hefði eitthvað með það að gera að sú manneskja hringdi í mig í gærkveldi að spyrja mig út í starfið áður en hún myndi ákveða sig....ég reyndi auðvitað að láta tilfinningar mínar ekki hafa áhrif á svörin, en ekki gat ég farið að ljúga að greyinu - svo kannski hljómaði þetta ekki mest spennandi í heimi.
Svo er ekki búinn að vera neinn capone í útvarpinu í morgun....er búin að hlusta í næstum því 2 tíma að bíða eftir þeim en sýnist á öllu að þeir séu bara að taka sunnu á þetta og skrópa í vinnunni, svo það er ekki skrítið að það gangi illa að komast í gang þennan morguninn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.9.2006 | 10:01
Hmmm
Hvernig er hægt að gleyma passwordi sem maður er búinn að nota á næstum hverjum einasta degi í 20 mánuði?
Uppfært 10:56
Mundi það-en það tók aðeins á! Held að kannski hafi ég bara ekki verið alveg vöknuð:P
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.9.2006 | 10:57
Ömurlegt og æðislegt og fiskar og föstudagur
Já það sökkar ef maður þarf núna að fá noyjukast í hvert skipti sem maður notar kortið sitt...en mér er svo sem skítsama um það (eða svona...innan velsæmismarka). Langaði svona frekar að velta því upp hvaða nýbúi væri farinn að skrifa fréttir inn á mbl?
Fór svo næstum því út á sjó í gærkveldi. Sat í góðu chilli hjá Tótu þegar það hringdi í mig skip sem vildi bara fá mig einn tveir og þrír því þeir ætluðu að vera farnir af stað en einn gaurinn klikkaði og það lá eitthvað voða mikið á út af...veit ekki alveg, en orðið bræla kom fyrir (er það kannski bara vont veður?)....ég hef ennþá rétt á að vera svona heimsk - þarf ekki að vita alveg strax hvað fólk á við þegar það segir svona orð. Ég kann að segja "skip" og "veiða fisk" og það er bara nóg fyrir mig í bili. En ég er víst ennþá í hinni vinnunni svo ég varð að segja nei við því. Svo reyndar var þetta kl. 10 um kvöld eða eitthvað og ég á ekki einu sinni stígvél, hvað þá einhvern sjóvænan alklæðnað og hefði væntanlega ekki komist að kaupa hann í gærkveldi heldur. En allavega, ég var voða pirruð að missa af þessu þar sem ég veit ekki einu sinni hvern fjandann ég á að vera að gera hérna núna (og þess vegna biðst ég fyrirfram afsökunar ef það skyldi gerast að ég hafi ekkert betra að gera í dag en að blogga bara tóma steypu - skal reyna að láta flestar setningar vera um eitthvað) en svo var ég líka voða glöð því einhver ætlaði að taka mig með að veiða fisk...þó það væri í neyð. Svo nú er ég bara hætt við að verða atvinnulau aumingi. Kaupi mér bara einhvern geðveikan pollagalla (eða hvað sem það nú er sem maður á að kaupa og kalla það - held ég þurfi eitthvað að spyrja lillebror ráða) í dag og verð reddí hvenar sem er - eftir að ég er hætt hérna þ.e.a.s.
En í dag er ég víst samt að fara út á sjó, en með veiðistöng í staðinn fyrir...uuu...hitt dótið....því vinnan ætlar að skella sér í sjóstangveiði - eða allavega eitthvað fólk úr vinnunni og auðvitað læt ég mig ekki vanta í svoleiðis gjörning. Ég sem datt svo ærlega í það í grillveislunni um daginn af því það var nú einu sinni lokavinnudjammið mitt - en þetta verður þá bara svona loka loka. Ef það verður þá eitthvað djamm...kannski þetta verði bara healthy outdoors activities og enginn bakkus...en miðað við eins og hálfs árs reynslu mína af þessu fyrirtæki finnst mér það ekki líklegt - það er nú einu sinni föstudagur.
En nú er ég byrjuð að bulla - held ég hætti því í bili....bulla kannski meira á eftir. Hmm, mér sýnist að það sé föstudagur í hausnum á mér - er alltaf öllu vitlausari (og skemmtilegri?) þá en aðra daga.
Búnaður til að stela kortaupplýsingum fannst á sjálfsala | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.9.2006 | 17:09
Hvern vantar háseta?
Mér sýnist bara á öllu að ég sé að verða atvinnulaus aumingi. Eins og ég hlakka nú feitt til að labba héðan út í síðasta skipti eftir nákvæmlega 8 daga, þá finnst mér öllu verra að það vill mig enginn á bátinn sinn. Verður áhugavert að finna út úr svona reikningaborgunum þegar engin er atvinnan. Hvað má maður vera lengi í vanskilum með allt áður en maður verður gjaldþrota og missir íbúðina og svona? Kannski ég flytji bara aftur til mömmu...búhúhú...ekki líst mér nú vel á það.
Annars er þetta ekkert svona ómögulegt sko....hef ennþá fulla trú á þessu og verð örugglega enginn atvinnulaus aumingi....er bara í einhverri fýlu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.8.2006 | 18:14
Þjóðverji óskar eftir íslenskum meðleigjanda (og húsnæði)
Wilhelm er þýskur smiður, búsettur á Íslandi og langar að læra íslensku. Hann býr eins og er á Akranesi en er að vinna í bænum svo hann langar að leigja með einhverjum í bænum sem er til í að tala við hann íslensku. Hann talar þýsku og ensku og smá íslensku. Ég hef aldrei hitt manninn en er sagt að hann sé mjög geðugur og félagslyndur og aldurságiskanir voru 30-35. Þ.a. ef ykkur vantar meðleigjanda, eða bara leigjanda, þá endilega sendiði kauða póst á w.h.f.tinke@t-online.de
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
30.8.2006 | 14:16
Rockstar geðveikin
Í lok seinustu viku þegar kosningaherferðin fyrir hönd Magna fór í gang hugsaði ég nú stundum með mér að það væri nú eitthvað mikið að hjá sumum - væri fullgróft að ætlast til þess að heil þjóð sneri við sólarhringnum af því að Íslendingur sem var búinn að vera að meika það í raunveruleikaþætti væri kannski að detta út. Svo var ég nú farin að smitast smá af allri geðveikinni og þegar ég heyrði að Menntaskólinn á Egilsstöðum hefði gefið frí í fyrstu tímunum í morgun svo að fólk gæti vakað og kosið fylltist ég bara stolti yfir að vera partur af svona ótrúlega krúttlegri þjóð.
M.a.s. X-ið 977 tók þátt í auglýsingaherferðinni, en sem rokkstöð geta þeir auðvitað ekki bara verið yfirlýstir Magnaaðdáendur en þeir komu sér sko vel frá sinni stuðningsyfirlýsingu án þess að tefla orðspori sínu í tvísýnu. Heyrði einhver annar þessa auglýsingu? Fyrst eru spiluð brot úr einhverjum lögum með Á móti sól og svo segir kallinn "langar ykkur að heyra meira af þessu ógeði?....nei það viljum við ekki heldur! Kjósiði Magna í nótt svo það komi pottþétt ekki út fleiri lög með Á móti sól." Djöfull fannst mér þetta fyndið. Og þessi auglýsing virkaði á mig því ég fór heim til mömmu með tölvuna að horfa á Rockstar til þess að geta kosið (þar sem ég er ekki með netið heima). Það reyndar gekk ekki upp, en ég reyndi þó - og mamma sat víst við tölvuna í einn og hálfan tíma í nótt. Kom svo í vinnuna í morgun og sá póst um að það væri ennþá hægt að kjósa svo ég smellti tölvunni yfir á Hawaii tíma og bombaði inn nokkrum atkvæðum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.8.2006 | 15:27
Bráðum fer ég að ganga um með viskustykki á hausnum
Jahá...ekki bjóst við því að segja eða skrifa eitthvað svona, en þessi Íransforseti er nú greinilega ekki alvitlaus. Ég er sammála öllu sem hann segir þarna og þætti nú bara gaman að sjá þessar sjónvarpskappræður.
Ég myndi kannski ekki taka alveg eins djúpt í árinni og hann og sleppa alhæfingum um að neitunarvald útvaldra þjóða í öryggisráðinu sé orsök allra deilna í heiminum, en er samt sammála því að þetta neitunarvald sé barn síns tíma. (Þó það sé kannski óviðeigandi að blanda Eurovision inn í umræður um þessi háalvarlegu mál, þá finnst mér það svona álíka kjánalegt og að Bretar, Spánverjar, Þjóðverjar og Frakkar þurfi ekki að taka þátt í undankeppninni. Það að þeir séu "stóru þjóðirnar" í Evrópu þýðir ekki að þeir sendi betri lög en aðrir í þessa annars vibbakeppni, og það sama á við um þjóðirnar sem hafa neitunarvald í öryggisráðinu - stærðin gefur þeim ekki sjálfkrafa meiri gáfur eða betri yfirsýn en hinum).
Las reyndar í þessari frétt í gær að hann telur helförina vera uppspuna og svoleiðis rugl hlusta ég nú ekki á, en það er samt alveg satt hjá honum að "Með því að stuðla að landnámi eftirlifenda Helfararinnar á hernumdu svæðunum í Palestínu, þá hafa þeir skapað stöðuga ógn í Miðausturlöndum."
Nú alveg sökka ég í sögu og veit ekkert hvað var í gangi á þessum slóðum fyrir stofnun Ísraelsríkis, en gæti ekki verið að Mið-Austurlönd lifðu bara í sátt og samlyndi við restina af heiminum ef Ísrael hefði ekki verið plantað þarna?
Forseti Írans býður Bush til sjónvarpskappræðna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
28.8.2006 | 11:50
Væl
Ok, ég er virkilega að reyna að taka til mín þetta í smáralindarstjörnuspánni um að tvíburinn þurfi að hætta að vorkenna sjálfum sér. Þegar ég byrja að væla eitthvað í huganum slæ ég mig utanundir í huganum (stundum samt í alvöru) og segi mér að hætta þessari sjálfsvorkunn, ég hafi það bara fínt. En það er bara ekki að gera sig í dag....mánudagar eru argasti viðbjóður og einhvern veginn finnst mér að ég eigi miklu meira bágt en allir aðrir á mánudögum. Í dag er allt öööömurlegt og ég held ég væri jafnvel fullfær um að fara bara að grenja yfir lífinu ef ég hefði aðeins meira næði til þess.
Bloggar | Breytt 29.8.2006 kl. 13:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
25.8.2006 | 12:55
Detti mér nú allar dauðar....
Var að koma úr mat og það var pizza. Og ekki bara pizza, heldur Domino's pizza. Og ekki bara Domino's pizza heldur uppáhalds Domino's pizzan mín - Santa Fe. Voru þarna tvær sneiðar í felum inn á milli kassalaga heimabökuðu sneiðanna og ég nappaði þeim sko báðum. Enda ananas á hinni pizzunni svo annars hefði ég ekki fengið neitt.
Svo virðist það einhvern veginn hafa farið fram hjá mér að það er búið að taka upp fjögurra daga vinnuviku hérna á Grundartanga. Fannst voða gaman að sjá í morgun hvað það voru fáir bílar þegar ég kom - hugsaði með mér að það væri nú langt síðan ég mætti á undan flestum síðast. En svo bara kom fólkið ekkert og ég var eiginlega ein í mat (þeir fáu sem vinna áfram á föstudögum eru þeir sem eru svo busy að þeir fara aldrei í mat hvort eð er). Ég vissi svo sem af því að það væri verið að spá í þessu, en hvernig þetta fór svo alveg fram hjá mér er ofar mínum skilningi.
Og hversu fyndið er þetta máltæki - detti mér nú allar dauðar lýs úr höfði??? Fór eitthvað að spá í þetta rétt eftir að ég skrifaði fyrirsögnina og þegar ég var búin að pæla í nokkra hringi var ég eiginlega komin á það að ég hefði bara verið að skálda þetta en nú er ég alveg komin af þeirri skoðun. En er þetta ekki soldið út úr kortinu? Finnst fljúgandi-svína-jafngildi þess upp á enska tungu alveg mun eðlilegra. Voru Íslendingar virkilega svo lúsugir í gamla daga að það að lýsnar dræpust var talið álíka líklegt hér og að svín flygju í útlöndum?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
25.8.2006 | 11:28
Af öðrum bloggurum
Váááá! Og ég sem hélt að ég hefði gaman að Rockstar...bara búin að missa af einum þætti so far og virðist vera asnalega mikið með þetta á hreinu þegar það er til dæmis verið að tala um þetta í mat í vinnunni.
Annars vil ég lýsa frati á næstum alla sem hefur hlotnast sá heiður að vera í tenglalistanum mínum...meirihlutinn af þessu liði er bara hættur að blogga, eða gerir það einu sinni í viku eða sjaldnar, svo bloggrúnturinn minn í morgunsárið er eitthvað óttalega aumkunarverður þessa dagana. Ég er reyndar ekkert að hvetja fólk til að breyta þessu eitthvað - ekkert gaman að uppkreistum og píndum bloggum - en ég hlýt að mega lýsa frati á þetta samt.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)