Færsluflokkur: Bloggar

Hægfara pakk

Heyr heyr! Loksins gera þessar löggur eitthvað af viti!


mbl.is Fær sekt fyrir að keyra of hægt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bush og Pinochet

Mikið finnst mér "gaman" að lesa svona fréttir um þjóðina eða manninn sem þykist vera að koma á lýðræði og frelsi út um allt. Þetta er svo mikill hræsnari og viðbjóður (ætli mér verði nokkuð hótað meiðyrðamáli fyrir þessi mjög svo málefnalegu og hlutlausu ummæli?) að ég missti alla virðingu fyrir Bandaríkjamönnum almennt þegar þeir kusu hann yfir sig í annað sinn. Svo loksins þegar það koma fram Bandaríkjamenn sem endurvekja hjá manni von um að þeir séu ekki allir fávitar, þá eru þeir bara bannaðir.

Þetta minnir nú bara soldið á chilensku hljómsveitina Illapu, sem í valdatíð Pinochet söng um hluti sem einræðisherranum þóknuðust ekki. Þeir urðu mjög vinsælir í S-Ameríku og fóru í tónleikaferðalag um Evrópu en þegar þeir snéru til baka árið 1981 var bara búið að gera þá útlæga og þeim ekki hleypt inn í landið. Þetta las ég um uppáhalds chilensku hljómsveitina mína í túristahandbók og blöskraði meðferðin en var að sjálfsögðu ánægð með að vera þess fullviss að þetta myndi ekki gerast í því Nútíma-Chile sem ég bjó í. Og ég hef nú á tilfinningunni að Bandaríkjamenn væru ekki alveg til í viðurkenna að þeir væru komnir styttra í sinni lýðræðisþróun en Chilebúar.

Henti svo inn einu lagi með Illapu hérna á kantinn - sem var einmitt fyrsta lagið sem ég lærði að spila á quenu.


mbl.is Heimildamynd Dixie Chicks sýnd um svipað leyti og kosningar fara fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stjörnuspár og brjóstahöld

Eins og ég er nú langt frá því að taka stjörnuspár alvarlega verð ég bara að deila með ykkur stjörnuspánni minni úr Tímaritun Smáralind (sem ég veit ekki alveg af hverju meikaði það inn til mín í staðin fyrir að fara beint í tunnuna).

Tvíburinn er að fara inn í ótrúlega skemmtilega orku en þarf að muna að hika er sama og tapa. Tvíburinn þarf að hætta að vorkenna sjálfum sér því að í tvíburamerkinu fæðist yfirleitt skemmtilegasta fólkið. Tvíburinn þarf að nýta sér málsnilld sína, byggja upp sjálfstraustið og segja við sjálfan sig á hverjum morgni “ég er frábær.” Hætta er á að tvíburanum gæti leiðst en hann má alls ekki leyfa sér það. Ótrúlega sérkennilegir hlutir virðast koma upp í september sem gætu valdið einhverjum kvíða en allt erður þetta til góðs á endanum. Tvíburinn ætti að taka hárið á sér í gegn og tileinka sér hollara mataræði. 

Já ok ok, fer bráðum í klippingu en ætla samt ekki að taka hárið á mér meira í gegn en það...og þetta með hollara mataræðið...það myndi kannski ekki drepa mig en nei takk samt. En annars líst mér bara nokkuð vel á þetta. 

Fyrir utan að velta sér upp úr smáralindarstjörnuspám er hægt að eyða sunnudögum í að horfa á hálfa seríu af Sex and the City í einni lotu. Alltaf nóg af “djúpum pælingum” um karlmenn þar, en mín helsta pæling eftir 7 þætti í röð er: Sofa konur almennt alltaf í brjóstahöldurum?


Hæ hó og jibbí jeij og jibbí jeij, það er kominn fö-östudagur!

Og þá ríkir auðvitað gleði í mínu heilabúi...engin vinna á morgun og heldur ekki hinn!!! Vúhú!

En svo getur maður líka verið alveg ótrúlega steiktur í hausnum á föstudagsmorgnum. Ég var t.d. að keyra Miklubrautina í morgun, bara að hlusta á tónlist og keyra, sem sagt bara svona hálfur heilinn í meðvitaðri notkun. Bíllinn fyrir framan mig var með bílnúmerið R5643 og ég hugsaði "sniðugt, ef maður endurraðar þessu er þetta 3456." Svo fór ég að hugsa hvað gaurinn í bílnum (sem ég var samt ekkert búin að sjá) væri geðveikt hallærislegur að vera að monta sig svona af þessu númeri, þetta væri nú ekki það kúl, ekki einu sinni í réttri röð. Svo svona 20 sekúndum seinna fattaði ég að hann var ekkert að monta sig, bara keyra bíl eins og hver annar. Þá sló ég mig utanundir.

Það væri gaman að sjá útkomuna ef maður gæti tekið upp allar ómeðvituðu hugsanirnar sem fljúga í gegnum hausinn á manni án þess að maður taki eftir því. Það var bara heppni að ég "fangaði" þessa svo það hljóta að vera fleiri hundruð heimskupara sveimandi þarna uppi á hverjum degi.


Úff

Hvar væri ég eiginlega ef ég hefði ekki ákveðið að segja upp og fá mér nýtt líf? Er búin að vera í vinnunni í tæpan hálftíma núna og er gjörsamlega að farast úr sjálfsvorkunn og leiðindum. Svo finnst mér þessar þrjár til fjórar vikur sem ég á eftir að vinna vera heil eilífð. Hvernig fer fólk að sem er látið vinna allan þriggja mánaða uppsagnarfrestinn sinn?


Opinberir klikkalingar

Kastljósið í gær var eitthvað það skemmtilegasta sjónvarpsefni sem ég hef séð í langan tíma. Djöfull tók Heimir Már þennan guðfræðingsfávita í bakaríið og það á svona líka skemmtilegan hátt. Jón sagði ekki eitt einasta orð sem Heimir neyddi hann ekki til að éta ofan í sig aftur, verst að Jón virðist bara vera of heimskur eða hlustunarfatlaður ("glæsilegt" nýyrði hér á ferð) til að fatta það. Eða kannski bara hlustar hann ekki á á homma, nema þeir séu bara smá hommar. Gaman að fá svona fávita í Kastljósið stundum, sérstaklega þegar það er einhver svona skemmtilegur á móti þeim. Er ansi hrædd um að ég hefði verið löngu búin að missa þolinmæðina og hjóla í hann bara af pirringi.

Þetta er svo líka algjör snilld. Gaurinn í framboði til formanns og er bara heví sáttur með að hann fær að sitja þing framsóknarmanna og hafa atkvæðisrétt. Finnst líka sniðugt að hann vill svona kynna sér framsóknarmenn, hljómar eiginlega ekkert eins og hann sé alveg með það á hreinu hvort hann sé sjálfur framsóknarmaður yfir höfuð. Svo mæli ég alveg með því að þið klikkið á "skoða fleiri ávörp hauks" og hafi meira gaman að. Er að vísu ekki búin að leggja í elstu tvö ennþá en það er á stefnuskránni. Yndislegt líka hvernig hann er alltaf að segja "og endilega veriði dugleg að blögga."


Mótmælendur, helgin og ný byrjun

Oh þessir mótmælendur eru svo miklir bjánar. Í fyrsta lagi, hvað halda þeir að þeir geti stoppað úr þessu? Og í öðru lagi eru þetta allt svo miklar bavíanaaðgerðir að þeir koma óorði á náttúrverndarsinna og mótmælendur yfir höfuð svo maður fer ósjálfrátt að tengja slík áhugamál við greindarskort sem er þó engan veginn réttlátt.

Í öðrum fréttum er það helst að ég borðaði geðveikt góðan mat hjá Tótu á föstudagskvöldið og sofnaði svo í partíinu sem fylgdi og vaknaði ekki fyrr en Tóta og Nico voru búin að fara í annað partí og bæinn og voru komin heim til að reka mig úr rúminu sínu. Eftir það tókst mér ekki að sofna aftur svo ég horfði á barnatímann á RÚV á laugardagsmorgun í nýja fína sjónvarpinu mínu, en það gamla lagaðist einmitt af sjálfu sér sama dag og ég fékk það nýja svo nú er þetta gamla 28" bara til sölu eða eitthvað. Svo fór ég í Smáralindina eiginlega um leið og hún opnaði því mér leiddist og ég kann greinilega ekki að vera vakandi á laugardagsmorgnum. Þar settist ég niður á café adesso eða hvað það nú heitir með tölvuna mína og skrifaði ógeðslega langa og skemmtilega færslu um bæði föstudagskvöldið og sjónvarpið en ég var svo mikið fífl að mér tókst að láta tölvuna verða alveg batteríslausa svona sekúndu áður en ég ýtti á "vista og birta"-takkann svo hún hvarf. Af hverju ég var ekki löngu búin að ýta á "vista sem uppkast"-takkann veit ég ekki...ætli ég sé ekki bara fífl. Þar sem ég nenni ekki að skrifa sömu hlutina tvisvar er bara stutta og ófyndna útgáfan af föstudagskvöldinu og sjónvarpinu látin duga.

Við mamma skelltum okkur svo í bíltúr á Laugarvatn í smá heimsókn til Gogga frænda og co rétt eftir hádegi sem varð svo ekkert smá heimsókn. Eftir mikið spjall, kökuát og leik við hinn tæplega eins árs og ótrúlega krúttlega Brimi fórum við að spila Catan - landnemar, sem við mamma vorum að prófa í fyrsta skipti og vá hvað þetta er skemmtilegt spil. Svo var okkur bara boðið í kvöldmat (útigrillaður lax...mmmmm) og eftir mat var tekið annað spil og við mamma komum í bæinn um miðnætti. Þetta spil verður án efa næsta fjárfesting mín og þá verður sko enginn sem kemur í heimsókn óhultur...ég mun neyða fólk til að læra þetta og spila. Og þetta finnst mér þrátt fyrir að hafa eiginlega bara skitið á mig í bæði skiptin sem við spiluðum.

Þá er kannski komið að því að útskýra síðustu færslu aðeins. Síðasta prófið er í höfn og útskrift úr verkfræðideild í október verður að raunveruleika. Í tilefni af því ákvað ég að ég vil ekki vera verkfræðingur. Hef ekki nokkurn minnsta áhuga á þessum leiðindafræðum og hef aldrei haft og hvernig ég hef lifað þetta af í 5 ár án þess að lenda í neinu alvarlegu þunglyndi er ofar mínum skilningi. En um daginn fattaði ég loksins að þótt ég hafi asnast til að skrá mig í verkfræði í háskólanum fyrir 5 árum síðan þarf ég ekki að líða fyrir þá slæmu ákvörðun allt mitt líf - er langt frá því að vera of gömul til að breyta til. Og mikið er ég fegin að ég fattaði þetta núna en ekki eftir 20 ár. Þó að verkfræðingar haldi öðru fram, þá trúi ég því að það eigi að vera gaman í vinnunni og veit að það er til fólk sem finnst gaman í vinnunni svo ég bara ætla að stefna að því og fara í eitthvað nýtt og spennandi nám eftir ár. Í millitíðinni ætla ég að skella mér á sjó og veiða fisk sem er eitthvað sem mig langaði alltaf mikið til að gera þegar ég var unglingur en gerði aldrei. Og nei, ég er ekki að djóka eins og langflestir sem ég hef sagt frá þessu halda. Ætli ég sé ekki bara svona klikkuð.


mbl.is Mótmælendur tóku yfir verkfræðistofu á Reyðarfirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vúhú!

Er búin að segja upp í vinnunni. Veit ekki ennþá hvað ég þarf að vinna lengi, það þarf auðvitað að finna nýja Sunnu og ég þarf að kenna þeirri manneskju hvað felst í því að vera Sunna, en það tekur vonandi ekkert of langan tíma. Mikið gaman og mikið fjör að vera búin að þessu.

Svo er ég með bólu í eyranu sem er að bögga mig alveg fullt.


I'm a dirty slut

Dirty Slutty Hooker Money kom í hús í gær við mikinn fögnuð minn. Alveg hinn fínasti diskur hér á ferð þó hann verði nú örugglega ekki í spilun neitt rosalega lengi hjá mér. En það skiptir ekki máli því bara nafnið á honum er nóg til að gera hann peninganna virði. Til þess að taka þetta almennilega skipti ég líka út hringitóninum í símanum mínum og Queen, sem hefur riðið rækjum í símanum mínum frá því ég eignaðist hann, fékk að víkja fyrir Dr. Mister & Mr. Handsome.

Svo sit ég hérna í vinnunni í rólegheitum að einbeita mér að því að þrauka enn einn viðbjóðsleiðinlegan dag þegar taskan mín sem er hérna á borðinu við hliðina á mér byrjar að öskra "I'm a dirty slut, I like to lick a lot!" Veit ekki alveg hvernig þetta er að koma út fyrir mig...ætti kannski að hafa hann bara á silent í vinnunni, fjölskylduboðum og öðrum stöðum þar sem fólk hefur ekki eins þroskaðan og djúpan húmor og ég, Doktorinn og Misterinn.


Húmoristi í Supernova!

Hahahahaha! Var að horfa á útsláttarþáttinn í Rockstar og eins og allir sem eitthvað vita vita, gerði Zayra sig alveg skemmtilega rosalega að fífli í gærkveldi. Rétt áður en hún byrjaði svo að klúðra I'm not an addict svona konunglega í kvöld sagði Gilby Clarke eitthvað um að nú ætti hún að standa sig "...because this may be the last time you perform for us." Ég er reyndar búin að vera að hugsa frá fyrsta þætti hvern fjandann hún væri einu sinni að gera í þessari keppni og fannst þetta hljóma eins og þeir væru loksins að fara að put her out of her misery. En svo hugsaði ég "ef ég væri einn af þeim myndi ég stinga upp á því þegar hinir segðu að Zayra ætti að fara að við myndum halda henni lengur til að sjá hversu mikið hún myndi gera sig að fífli því við gætum hlegið að henni í mörg ár eftirá!" Svo hugsaði ég hvað það væri sjúklega fyndið ef einhverjum þeirra dytti þetta sama í hug. Og hahahahaha....þeim datt þetta í hug. Ég ætla að giska á að Tommy Lee sé með þennan kvikindislega og ótrúlega fyndna húmor. Er það ekki annars eina hugsanlega rökrétta skýringin á því að þetta laglausa kvikindi hafi ekki verið sent heim?

Í öðrum Rockstar-pælingum fannst mér Lucas geeeeðveikur - gerði eiginlega geðveikt töff lag miklu meira töff. Svo fannst mér Magni vera farinn að virka soldið hrokafullur, svona í realityþættinum. Er ég bara að ímynda mér hluti eða eruði sammála mér?


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband