Færsluflokkur: Bloggar

Heimskulegar pælingar?

Call me stupid, en af hverju er það svona mikið hræðilegra fyrir heiminn að Íranar þrói kjarnorkuvopn heldur en til dæmis Bandaríkjamenn? Nú sé ég óneitanlega kosti þess fyrir mig persónulega að Íranar eða aðrar þjóðir sem hafa kannski frekar stuttan kveikjuþráð gagnvart Vesturlandabúum og þá sérstaklega hinum viljugu þjóðum (og lái þeim hver sem vill) eigi engin kjarnorkuvopn. En ef ég væri Arabi, þá stæði mér nú ekkert á sama um það heldur að stíðsóða arabahatandi simpansakvikindið réði yfir slíkum vopnum. Og til að opinbera enn frekar heimsku mína skil reyndar ég ekki heldur af hverju einhver hefur einu sinni áhuga á að þróa vopn sem geta sprengt jörðina í loft upp á einu bretti? Hver gæti hugsanlega grætt á því?

Svo svona í fjarskyldum útúrdúr, þá ætla ég að setja hérna link á textann og söguna úr Leaving Beirut, sem mér fannst held ég bara mest töff hlutinn af Roger Waters tónleikunum, allavega fyrir hlé.


mbl.is Peres telur að Íranar muni láta undan þrýstingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frétt af visir.is

Möguleg stökkbreyting fuglaflensuveirunnar
Nýjasta dæmi fuglaflensusmits í mönnum í Kína bendir til þess að H5N1 veiran hafi stökkbreyst. Veiran virðist nú vera jafn smitandi í heitu veðri og í köldu að sögn heilbrigðisráðherra Hong Kong. H5N1 veirustofninn þrífst best í köldum veðrum á norðurhveli jarðar en í gær bárust fréttir af smiti 31 árs vörubílstjóra. Einnig virðist vera hægt að smitast af fuglaflensunni af fuglum sem sýna engin einkenni smits. Rannsóknir á fuglum á mörkuðum í Kína sem taldir voru heilbrigðir sýndu að um eitt prósent þeirra voru smitaðir af fuglaflensu.

Og eins og allir vita lifa 31 árs vörubílstjórar bara í heitu veðri.


Óskalisti - taka tvö

Sandra vildi gjafahugmyndir sem kostuðu ekki milljón....sjáum hvað mér dettur í hug.

  • iPod Hi-Fi....kostar að vísu 39.990 en hvað er það á milli vina? Svo er það heldur ekki milljón svo það uppfyllir settar kröfur.
  • Don Kíkóti...mér voru að berast þær fréttir frá JPV útgáfu að hún sé komin út í kilju og maður verður víst að lesa þetta meistarastykki einhvern tíma.
  • Blender...veit reyndar ekki hvað ég myndi nota hann mikið en held samt alveg stundum...er margoft búin að hugsa "mig langar í svona að borða/drekka....en á ekki blender." Svo hver veit nema þetta gæti orðið fjórða eldhúsapparatið sem ég nota reglulega (hin eru ísskápurinn, örbylgjuofninn og uppþvottavélin)
  • Sléttujárn....sama og að ofan, veit ekki alveg hversu oft ég myndi nota kvikindið, en það hefur sannað sig á undanförnu ári eða svo að stundum vil ég vera sæt og slétti þessa einu krullu mína. Og verður maður ekki að eiga sléttujárn til að vera stelpa með stelpum?
  • Gloss sem virkar eins og silocon í varirnar og gerir þær heví kyssulegar.
  • Eitthvað svona system með silfulituðum haldara sem maður skrúfar á vegg og setur glas í og geymir tannbursta í....er ekki kominn tími á sollis? (eftir aðeins eingöngu og bara 15,5 mánuði á Sólvallagötunni)

Hmm...þetta er nú bara orðið ágætara en ég bjóst við....og ef ég bara einbeiti mér nógu mikið detta mér örugglega skrilljón hlutir í hug í viðbót.

Svo fékk í símtal áðan sem átti að vera til að óska mér til hamingju með daginn. Jibbí, fyrsta hamingjuóskin komin í hús...eða svona næstum því. Ég náði að tjá viðkomandi að litli fuglinn sem hvíslaði því að honum að ég ætti afmæli í dag væri eitthvað smá ruglaður í ríminu....svo ég heimtaði bara nýtt símtal á mánudaginn. Hey, ég er bara komin í afmælisstuð eins og lítill krakki...ekkert slæmt að verða gamall eftir allt saman.


Unglingar og útlendingar

Pikkaði upp puttaling á leiðinni heim úr vinnunni í gær. 14 ára stelpu...sem var jú alveg á bömmer yfir því að hún er alveg að verða 15 - eða hálfþrítug. Eftir smá spjall sagði hún að ég væri sko pottþétt svalasta 23 ára manneskja sem hún vissi um! Veit samt ekki alveg hvort þetta er gott eða vont...því í fyrsta lagi þýddi þetta að 23 ára stelpur eru kellingar í hennar augum og svo í öðru lagi veit ég ekki hversu svalt það er fyrir 23 ára manneskju að næstum 15 ára gelgju og uppreisnarsegg (sem hún var greinilega) finnist maður svalur. En mér fannst það allavega voða gaman.

Svo eru útlendingar cool því þeir senda bréf í ekta pósti, sem koma inn um lúguna. Hef ekki fengið svoleiðis (nema það sé reikningur eða eitthvað ámóta ógeðslegt) í mörg herrans ár. Áfram útlendingar!


Pakkainnheimta

Ég er að verða gömul og af því tilefni er pakkainnheimta heima hjá mér á föstudaginn. Þegar fólk er búið að gefa mér pakka má það hefja drykkju....á eigin áfengi. Kannski splæsi ég samt í snakkpoka. Þetta er sko grand veisla!

Ítalir og fallegar sálir?

Auðvitað voru Roger Waters tónleikarnir í gær geðveikir en ég held samt að ég hefði fengið mun meira út úr þeim með miða á A-svæði. Ítalinn hagaði sér líka skikkanlega og fór í ofanálag snemma og beið frammi eftir að þetta yrði búið – honum fannst svo heitt og tónlistin svo hávær (vorum samt eiginlega alveg aftast og ekkert stappað af fólki í kringum okkur). Svo kom nú á daginn eftirá að hann fílar ekkert Pink Floyd – dýrt spaug það myndi ég segja. 

Og hvernig er það? Þekkir einhver Ítali svona almennilega sem hóp? Eru þeir allir fucked up í hausnum eða er það bara þessi eini. Hann vildi meina að ég ætti að bjóða stærðfræðikennaranum í mat og þá fengi ég að ná prófinu. Sagði að svoleiðis virkaði það á Ítalíu og að þess vegna ættu prófessorarnir aldrei í vandræðum með að ná sér í flottar ungar stelpur. Ég reyndar hallast frekar að því að þessi sé í það minnsta meira fucked up í hausnum en hinn almenni Ítali. 

Hitti svo vin minn og skutlaði honum og vinkonu hans heim eftir tónleikana. Hafði aldrei hitt hana áður en komst að því í bílnum að hún býr til stjörnukort og er svona með áhuga á þeim málum, sem mér finnst oftast óttalegt bull. Svo sagði hún við mig þegar hún var að fara út úr bílnum að ég væri falleg sál, hún sæi það sko alveg. Merkilegt hvað mér fannst vænt um það hrós miðað við hvað mér finnst svona dót vera mikið bull og hún þekkti mig ekki neitt. Held að niðurstaðan sé að mér finnist það ekkert vera bull nema rétt svona opinberlega til að virka vísindalega þenkjandi.


Fjör í hádeginu

Enn einu sinni fær Grundartangamötuneytið fullt hús stiga. Í dag var Lasagne sem hljómar bara nokkuð vel. Það var aftur á mót svo vont að í staðinn fyrir að kvarta og kveina eins og við gerum venjulega sátum við 8 saman, öll með Lasagne á diskunum okkar, skellihlógum og hristum alla kryddstauka sem við fundum yfir meistarastykkið í þeirri von að gera það ætt. Fyrsta skipti sem maturinn er það vondur að það er ekki hægt annað en að hlæja að því.


Einn lokageðsjúklingur

Svona í tilefni af því að ég var að tuða um geðsjúklinga á hi5 í seinustu viku og réðst svo aldrei í það verkefni að finna út hvernig maður eyðir sjálfum sér út af þessu, þá fékk ég þessi skilaboð send þar í gær. Verð víst að taka allt ljótt sem ég skrifaði um telefnislausar ástarjátningar til baka...þessi heillaði mig.

Og þar sem ég er greinilega búin að finna a my a guy a og er með e-mailið hans, þá loksins lét ég verða af því að eyða accountinu mínu. Sem var reyndar alls ekki flókið...var að vísu spurð svona 12 sinnum hvort ég væri absoloutly sure i wanted to....og eftir þó nokkra umhugsun gat ég klikkað á yes-takkann með minimal eftirsjá í hjarta. Langaði bara að deila þessum gleðitíðindum með ykkur - ég er sem sagt búin að finna ástina!


Spurning dagsins...

...er hvort maður leyfi tæplega fertugu kárahnjúkaperverti að bjóða sér á Roger Waters.

Keeping in touch á netinu

Fólk sem sendir mér boð um að vera vinir mínir á WAYN, Friendster, Bingbox eða einhverjum af hinum grilljón "vinasíðunum" á þessum blessaða veraldarverf...hættiði því! Takk. Ég lét plata mig inn á hi5 fyrir einhverjum árum síðan, fannst þetta þá rosalega sniðugt út af öllum vinunum sem ég átti dreifða út um allan heim og hélt þetta myndi gera keeping in touch eitthvað skemmtilegra. Ég hef fengið ein skilaboð frá samnemanda í Noregi og þau voru ekki einu sinni ætluð mér...held ég....hann allavega kallaði mig alisu allan tímann. En ég hef aftur á móti fengið grilljón skilaboð frá einhverjum ógeðslegum köllum frá löndum þar sem ljóst hár þekkist ekki að dásama fegurð mína, iðulega á mjög lélegri ensku og stundum hafa svo fylgt því bónorð eða aðrir enn hallærislegri hlutir. Hversu heimskur þarf maður til dæmis að vera til að skrifa Suna þrisvar í sömu skilaboðin þegar einu upplýsingarnar sem maðurinn hefur um mig eru að ég heiti Sunna og sé 23 ára frá Íslandi. Þetta er sem sagt nýjasta nýtt og dugði vel til að gera mig extremely pirraða svona í morgunsárið (10:30...morgunsárið á minn mælikvarða allavegaUllandi)

Halló! Beutiful form life in this planet? Grey maðurinn!

Önnur þroskaheft skilaboð: 

I REALL APRECIATE YOUR PIC IN YOUR PROFILE IT REALLY GIVE S ME A LOT CONCERN TO THE EXTEND THAT I CAN,T BE ABELED TO CONTROL MY EMOTIONAL FEELING THE DAY I MEET YOU ON HI5.COM . YOU LOOKS VERY PRETTY AND VERY ADMIRABLE I CAN STAY TO MISS SOMEBODY LIKE YOUSvo lét hann mig fá gemsanúmerið sitt líka...er alltaf á leiðinni að hringja.

Svo er þetta alveg eitt af uppáhöldunum mínum, alveg ótrúlega sick og svo vill svo skemmtilega til að Heiða fékk nákvæmlega sömu skilaboðin, orðrétt .

 am in chock , beautifull face , sexy eyes , sweet mouth
,
and i have feelings that you are perfect in your thoughts
in
your education , in your hope in this life and i feel that
we can have the same wish . something special let me want
to
be close to you i dont know what is the secret , i want you
to trust me i have feelings that i will make you happy in
this life and give you big happiness and let you the most
happy woman in the universe , i hope that i can recieve
answer from you and believe me that i can be in your trust
.
take good care

Og það eru mörg mörg fleiri í svipuðum dúr. Maður myndi kannski halda að þetta væri smá flattering, sérstaklega þar sem ég er nú engin Unnur Birna og heyri kannski ekki alveg 10 sinnum á dag að fegurð mín sé slík að sterkustu menn falli í yfirlið, en nei....þetta er bara pirrandi. Ætli einhver hafi fundið sér eiginkonu með svona sækóbréfi? Finnst einkar skemmtilegt að ég sé perfect in my thoughts and education þar sem það eina sem maðurinn veit um mig er nafn, aldur og að ég er íslendingur, og svo er þarna ein mynd af mér.

Mission dagsins í dag er sem sagt að finna út hvernig maður eyðir profilenum sínum út af þessu drasli og nú sver ég og sárt við legg að ég skrái mig ekki inn á neitt annað svona dót sama hvað ég fæ mörg invitation.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband