Færsluflokkur: Bloggar

Ó, þú dramatíska og spennandi líf....

Eins og mér finnst nú fínt að vera ég og hef gaman að lífinu og hversdagsleikanum þá held ég að það sé kominn tími á að maður fari að gera eitthvað spennandi.

Er að tala við tyrknesku vinkonu mína sem var með mér í RCN á msn. Höfum ekki hist síðan 2000 held ég og sambandið ekki verið neitt reglulegt. Erum samt búnar að tjatta nokkrum sinnum á þessu ári og um daginn var vinkona hennar að koma í heimsókn til Tyrklands frá Noregi. Nema þær fóru að vera saman og voru svona yfir sig ástfangnar og í næsta samtali sem við áttum var hún að fara að flytja til Oslo að búa með nýju kærustunni. Svo núna er hún komin aftur til Tyrklands því kærastan er víst að fara í ár til Kolumbíu á vegum Rauða Krossins. Eftir að hún er búin að segja mér frá því að hún sé nú frekar pissed út í kærustuna fyrir að hafa látið sig flytja á milli landa, hætta í vinnunni, finna nýja vinnu í Oslo og eyða fullt af peningum, bara til að flytja aftur til baka 2 mánuðum seinna spurði hún "so what have you been up to?" Einhvern veginn fannst mér ekki taka því að segja frá því að ég fór í sund um helgina eða keypti bland í poka fyrir 400 kall.


Bush fáviti...eins og það sé eitthvað nýtt....

Mikið ótrúlega fer þetta afturhaldssama simpansakvikindi endalaust í mig. Og allir þeir þroskaheftu kanar sum kusu hann yfir sig. Það væri nær að reyna að bæta ákvæði í stjórnarskrána um að það megi ekki fara í stríð við hina og þessa bara af því  að hinum heimska forseta leiðist og sé búinn að útnefna nýtt öxulveldi hins illa.

Smá update...var að horfa á Jay Leno í gær og þar kom fram að fjárframlög til varna washington og New York verða lækkuð um 40% og þetta þyki frekar skrítið þar sem það séu þær borgir sem eru helst taldar skotmörk hriðjuverkamanna. Jay velti því svo fyrir sér hvert þessir peningar væru að fara, hvort það ætti að eyða þeim í að setja lög sem banna samkynhneigðum að giftast. Þetta fannst mér ógissla fyndið.


mbl.is Bandaríska þingið hafnaði lagabreytingu um hjónabönd samkynhneigðra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flensan, Roger Waters og Belle and Sebastian

Það sökkar að vera ég þessa dagana. Tókst að verða veik um leið og ég kom heim frá þýskalandi svo ég byrjaði seinustu viku á að vera heima í hóstakasti og að drukkna í eigin svita, sem er alltaf svo sjarmerandi. Reyndar vorkenndi ég sjálfri mér ekki mikið því þó mér liði alveg ömurlega hugsaði ég með mér "þetta er þó skömminni skárra en vinnan." Svo ákvað ég að skella mér til læknis á þriðjudeginum því ég var bara verri en á mánudeginum og man nú bara aldrei eftir að hafa verið almennilega flensuveik í meira en einn dag svo mig grunti að ég væri komin með bronkítis þar sem það var líka helvíti vont að hósta og seinast þegar ég fékk soleiðis var ég hundskömmuð af lækninum fyrir að hafa ekki komið fyrr. Eiginlega var ég alveg búin að greina mig með bronkítis og hefði bara byrjað að taka lyfin mín síðan seinast (þar sem ég gleymi alltaf að klára svona skammta átti ég plenty plenty eftir) en mig vantaði eitt lyf svo ég ákvað að það væri kannski alveg eins sniðugt að fá sjúkdómsgreiningu frá fagaðila. En ég átti auðvitað engan heimilislækni þar sem efstaleitisheilsugæslan er búin að sparka mér út og ég ekkert búin að spá í að fá mér nýjan þar sem ég fer hvort eð er aldrei til læknis. Svo það var læknavaktin fyrir mig....bíða klukkutíma og borga 1750 téll. Ég sagði doksa sjúkdómsgreininguna mína, hún hlustaði mig og sagði að ég væri með flensu og ætti að fara heim að bryðja panódíl. Eins og mér finnst nú vanalega gaman að hafa rétt fyrir mér var ég alveg hæstánægð með að hafa sjúkdómsgreint sjálfa mig vitlaust því ég var búin að ákveða að ef ég væri komin með bronkítis aftur yrði ég bara að hætta að reykja. En þar sem þetta var bara flensa má ég halda áfram að reykja eins og mig lystir...jibbí! En ég var samt áfram veik og ekki orðin vinnufær fyrr en á föstudag. Og þá varð fólk m.a.s. hálfhrætt við mig þegar ég tók hóstaköst. Og hvað haldiði svo...þrátt fyrir 12 tíma svefn þrjár nætur í röð og minimal reykingar (ein á sunnudag, ein á mánudag, engin í gær) er ég ennþá að hræða fólk með hóstaköstum og það sem verra er, þessi hósti lætur mig fá fáránlegan hausverk. Þannig að basically er ég orðin svona aumingi sem lætur einhverja skitna flensu há sér í a.m.k. rúma viku.

Svo eru það tónleikar....ákvað í gær á  meðan ég horfði á bubba í sjónvarpinu og sá auglýsingu um Roger Waters tónleikana að mig langar á þá. Vissi til dæmis ekki fyrir að hann ætlaði að taka dark side of the moon í heild sinni og nú finnst mér það sko alveg 8450 króna virði að fara og sjá kallinn. Vandamálið er aftur á móti að ég held ekki að ég eigi marga vini sem eru sama sinnis og ekki vill maður fara einn á tónleika...hmm...what to do? Kannski ég bara kaupi miða og mæti svo snemma og eignist vini í röðinni....er löngu orðin snillingur í að kynnast fólki í klósettröðum á skemmtistöðum svo ég ætti kannski bara að útvíkka þá sérfræðikunnáttu aðeins. Þarf allavega að taka ákvörðun um þetta sem fyrst þar sem ég hef á tilfinningunni að það verði bráðum uppselt á b-svæði líka.

Það yrði nú að teljast nokkuð öflugt ef mér tækist að eyða 13.270 krónum í tónleikamiða á einum degi sem verður raunin ef ég ákveð að kaupa miða á Roger Waters því á morgun verður byrjað að selja miða á Belle and Sebastian og það eru sko tónleikar sem ég ætla ekki að missa af. Held einhvern veginn að það verði auðveldara að finna félagsskap á þá þar sem það kostar "ekki nema" 5000.

Svo auglýsi ég eftir ríkum vinum með brennandi áhuga á tónleikum...óþolandi að standa í þessu sama stappi alltaf hreint.


Hver skeit í hausinn á þessum?

Var að fá þennan skemmtilega póst:

Dear Beloved,

How are you doing today? Hope this message will meet you in good health! I
know you will be surprise to have received this message from me as we have
never meant before but my God have directed me to you. May I have you make
contact with me as I have an important charity project I want you to
handle on my behalf and for God which will touch your life and that of the
less privileged children around the world.

Please, do take this message very seriously and I await your response
through my private email address below.

Please know that God loves you and this is one of the great ways he will
bless you and your family forever.

Thanks and God bless you.

REGARDS,
BROTHER ABBAS AZIZ
Tel: 0044-709-2878719
Private Email: azizabbas222@yahoo.co.uk
Private Email: abbasaziz4ever@yahoo.co.uk

Hvað ætli það séu margar sálir nógu trúaðar og heimskar (verður held ég að vera samsetning af báðu...dugir ekki að vera bara annað hvort) til að svara dýrinu?


Deutchland

Vúhúú, ég er að blogga af ógissla flottu nýju tölvunni minni. Gat nú verið að ég færi til þýskalands í geðveikt low-budget ferð, ódýrt flug, bara 3 dagar frí, frítt húsnæði og matur....og myndi bæta aumingja visakortinu það upp með því að kaupa flottustu tölvuna sem ég fannUllandi En jújú ég er nörd svo ég er happy.

Er annars að hafa það allt of gott hérna...bara dekur og lúxus hérna á Þrumufjallsgötunni í þessum frábæra félagsskap. Nenni svo sem ekkert að tjá mig neitt meira...langaði bara að blogga á nýju fínu tölvuna mína.

Já svo er líka óskalistasíðan fína hér með drepin þar sem ég er búin að eignast þessa tvo hluti sem voru komnir á hana....og ég gerði hana nú eiginlega bara svona upp á djókið til að prófa að gera svona aukasíðu.


Eintóm hamingja

Frábær helgi að baki

Sindri kominn í bæinn (í bili)

Ég fer til Þýskalands í fyrramálið

Hitti þar með mína ástkæru frænku og co

Og ég á SVONA!

Nú er lífið sko enginn saltfiskur....


Prófessor vísindamaður Sunns!

Það var þá aldrei að maður gerði ekki eina merka uppgötvun í vinnunni. Ok, kannski ekki mjög vinnutengda, en merkilega samt...og ég er í vinnunni.

Eitthvað var föstudagurinn farinn að ná tökum á mér og ég fann á einhverju öðru bloggi link á leik sem á að þjálfa viðbrögð. Og maður er víst algjör snillingur í þessu ef maður nær 18 sekúndum. Fyrstu tilraunir enduðu nú bara í 5 sekúndum og undir, en svo "dó" ég nokkrum sinnum í 16 sekúndum og skreið loks upp í 17,9. Svo snéri ég mér aftur að því skemmtilega verkefni að reyna að komast að því hvað einhverjir ógeðslegir hlutir sem ég veit ekki einu sinni hvað gera kosta (vinnan sem sagt) og skellti Red Hot Chilli Peppers í eyrun. Þegar ég var svo búin að gefast upp á að reyna að komast til botns í því hvort óskiljanlegt orð 1 þýddi það sama og óskiljanlegt orð 2 og að þau væru þar með á sama verði fór ég aftur í leikinn. Nú náði ég 23 sekúndum tvisvar í röð. Aftur að vinna, og svo aftur í leikinn...17 sekúndur þrisvar í röð. Heyrðu, svo setti ég tjillipiprana aftur í eyrun og náði 25 sekúndum tvisvar í röð. Þ.a. vísindaleg niðurstaða mín er sú að Stadium Arcadium sé plata hinna góðu viðbragða. Readymade er 25 sekúndna lagið.

Nú á ég eftir að vera í vinnunni í svona 40 mínútur í viðbót og er að spá í að testa hvað CocoRosie og Tiga gera fyrir viðbrögðin.


Road rage is my middle name

Já ok, ég veit að þetta fólk-kann-ekki-að-keyra-tuð mitt er orðið soldið þreytt...en samt...

Hvað er málið með fólk sem rétt silast áfram á 85 en um leið og maður ætlar að taka fram úr gefur það í? Lenti m.a.s. í einum rétt áðan sem hægði aftur á sér þegar ég var hætt við að taka fram úr og fór svo upp í 115 á meðan ég var að taka fram úr í tilraun tvö. Fáviti!

PS. Og while I'm on the subject...í innanbæjarakstri....ef þú ert ekki að taka fram úr neinum, drullaðu þér þá yfir á hægri beljan þín!

PPS. Ég hef verið mætt í vinnuna fyrkr kl. 9 alla vikuna. Og samt var mamma í útlöndum og hringdi því ekki til að vekja mig. Til hamingju ég!


Brussa?

Ég lenti í þeirri undarlegu reynslu í gær að fólk í vinnunni var að halda því fram að ég væri eitthvað voða róleg og laus við brussugang - eftir að ég sagði eitthvað um hvað ég er mikil brussa og að það væru alltaf læti í mér. Í dag var svo að byrja ný stelpa að vinna hérna og þar sem það er fimmtudagur var hún svo heppin að byrja eiginlega daginn í kvennakaffi.

Eitthvað koma komandi kosningar upp og ég varð auðvitað að koma því á framfæri að ég vissi ekkert hvað ég ætlaði að kjósa. Svo til að afsaka mig út úr vitsmunalegum samræðum um þetta sagði ég að eitt helsta vandamálið í þessari ákvarðanatöku væri að ég nennti heldur ekkert að fylgjast með þessari kosningabaráttu. Svo eins og þið vitið er ég svo rosalega málefnaleg og sanngjörn alltaf, og passa mig alltaf að nota ekki stór orð, svo næsta innlegg mitt í þessar samræður var "ég nenni bara að fylgjast með þegar Björn Ingi er í sjónvarpinu, þó að ég þoli hann ekki, af því hann er svo mikill fáviti og lítur út eins og rass." Jújú, ótrúlega mikið í mínum anda. Nema hvað að nýja stelpan bara hlær soldið og ég spyr "er hann nokkuð frændi þinn?" svona í þessum gríntón sem maður spyr alveg oft þegar maður er búinn að tala illa um frægt fólk við ókunnuga. Svarið var "nei reyndar ekki, en hann er vinur minn."

Alltaf gaman að koma svona vel fyrir. Nú spyr ég...flokkast þetta ekki undir brussugang (í bland við smá óheppni kannski)?


Lítil Dæmisaga

Vá hvað ég held maður sé búinn að misnota koffín í gegnum ævina. Eins og alþjóð veit (nei ok, svona þeir 5 sem hafa nennt að hlusta þegar ég monta mig), hætti ég að drekka kaffi fyrir nokkrum mánuðum. Fæ mér stöku sinnum latte á kaffihúsi en er alveg hætt þessu kaffiþambi í vinnunni alltaf hreint. Viðurkenndi reyndar fyrir sjálfri mér og öðrum eftir að ég hætti að drekka þetta að þetta er bara ógeðslega vont á bragðið, og þetta hefur svo sem aldrei haft nein örvandi áhrif á mig svo orð sé á gerandi, svo ég hef kannski ekki mikið að monta mig af, ætti ekki að vera erfitt að hætta einhverju sem manni finnst vont hvort eð er. Enda eflaust þess vegna sem kaffibindindið hefur staðið yfir svona lengi en reykinga-, snakk-, og djammbindindi endast aldrei lengur en nokkra klukkutímaUllandi.

Í dag er ég svo búin að vera alveg fáránlega þreytt og ég er ekki frá því að augun hafi stundum jafnvel lokast aðeins á meðan ég reyni að vinna. Afköstin hafa því ekki verið neitt rosaleg heldur. Svo ég fékk mér kaffibolla, hugsaði með mér að það hlyti að hjálpa smá. Nema hvað að þetta var bara eins og orkusprauta í rassgatið og ég er varla búin að geispa síðan. Og boðskapur sögunnar er...hmmm....hættum að nota kaffi nema við þurfum á því að halda því annars hættir það að virka? Ok, þetta var rather leiðinleg saga...en ég er búin að skrifa þetta svo ég ætla bara að ýta á vista og birta takkann. Kannski boðskapur sögunnar sé þá frekar "ekki blogga þegar heilinn gengur á koffíni og engu öðru."

Og svo fyrir áhugasama um afmælið mitt....þá er það eftir 33 daga og af því allir ætla að gefa mér pakka er ég búin að búa til óskalistasíðu...það á nottla eftir að koma eitthvað meira inn á hana bara eftir því sem mér dettur í hug. En allavega, allir að byrja að spara!Ullandi


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband