Færsluflokkur: Bloggar

Kvart og kvein á mánudegi.

Ætla að vera leiðinleg og fúl á móti í dag. Prófið gekk ömurlega svo ég mun væntanlega þurfa að taka mér lærufrí fyrir þetta fag í 4. skipti í sumar. Komin aftur í vinnuna og djöfull langar mig ekki að vera hérna...grátigrát. 

Uppfært: Gleymdi svo að taka fram að í gær fékk ég kúk inn í augað bara svona til að fullkomna helgina.


Sunna mælir með:

  • Línuskautum
  • Smurða brauðinu í Björnsbakaríi - sérstaklega beyglunni
  • Grófum kjallarabollum (líka úr björns bakaríi...fór sem sagt þangað á línuskautum í morgun)
  • Hjálplegu fólki sem leyfir manni að ljósrita glósurnar sínar - og fólki sem skannar glósurnar sínar og setur á netið fyrir alla.
  • Evo Morales...djöfull lýst mér vel á kallinn. Getur vel verið að þetta endi ekkert endilega vel þar sem alls konar alþjóða corporations virðast oft hafa meiri völd en forsetar fátækra ríkja, en hann er a.m.k. að standa við kosningaloforð sem er meira en hægt er að segja um flesta af okkar pólitíkusum og það er alveg tími til kominn að bólivíanar fái að njóta sinna eigin auðlinda.
  • Pool....veit ekki hvort ég sé nýbúin að uppgötva hvað það er ógissla skemmtilegt eða hvort mér finnist það bara núna af því ég á að vera að læra.
  • Próflokum....ekki ennþá komið að þeim en ég mæli allavega hiklaust með þeim. Mín verða eitthvað svaðaleg eftir nákvæmlega 3 sólarhringa....

 Sem þýðir væntanlega að prófið byrjar eftir 69 klukkutíma sem þýðir að ég hef ekki tíma fyrir þessa vitleysu.....


leti leti leti...leti líf mitt er...því að jesú kristur....blablablablabla

læri læri læri lær, læri lær, læri lær,
læri læri læri lær, læri læri lær.
(lag: mæja átti lítið lamb)

Það er alltaf sami dugnaðurinn í manni.

Í gær byrjaði ég daginn á því að fara niður í bæ með Sindra, sem hafði gist hjá mér, og fá mér að borða og hlæja að skrúðgöngunni þegar hún labbaði fram hjá. Svo nennti ég nú ekki heim beint eftir matinn svo við sindri fórum í pool. Í gærkveldi lagði ég svo bækurnar niður snemma til að horfa á aaalllla dagskrána á skjá einum. Sofnaði reyndar um leið og frasier byrjaði held ég. En ég horfði á popppunkt sem var voða voða gaman og í þetta skiptið voru liðin ekki hljómsveitir heldur frá útvarpsstöðvum. Eitt liðið var frá xfm og eins og allir sem hafa einhvern tíma komið inn í bílinn minn ættu að vita þá hlusta ég einmitt á xfm. Djöfull er fyndið að sjá gaurana sem maður hlustar á á hverjum degi í sjónvarpinu því þeir eru svo allt allt öðruvísi en maður hafði ímyndað sér.

En jæja, ég byrjaði daginn í dag á því að fara í ljós og í bakaríið...svo át ég bakaríismatinn minn og horfði á restina af bíómynd sem ég er búin að byrja að horfa á svona þúsund sinnum. Svo skutlaði ég Sindra á flugvöllinn þar sem hann er víst að fara að sanna karlmennsku sína og gerast sjómaður, svo heim til mömmu, lærði smá, svo borða og svo í staðinn fyrir að fara heim að læra dró ég mömmu í pool...held ég sé að verða eitthvað hooked á þessum leik...sökka samt ennþá. Svo loksins lagði ég af stað heim til að læra en uppgötvaði á leiðinni að ég átti eftir að prenta út seinustu dæmablöðin svo ég kom upp í skóla í þeim tilgangi. Og viti menn...nú er ég búin að prenta blöðin en er ég farin heim að læra? Neibbs, sit hérna og blogga um leti mína og fresturnaráráttu. Eru til einhver lyf við þessu?

En neinei, fyrir þá sem er ekki skítsama, þá gengur lærdómurinn bara alveg furðuvel þrátt fyrir alla mína leti og nýja áhugamálið. Eiginlega finnst mér alveg merkilegt að ég sé ekki bara byrjuð að prjóna líka...eða kannski sauma út. En anyways...best að druuulla sér....


Gleðilegan 1. maí

Úff hvað er ég búin að koma mér í. Nú þarf ég að fara að svara a.m.k. 4 svona ljótum og leiðinlegum spurningalistum. Hvað er líka málið með leiðinlegu spurningarnar? Þær gefa ekki einu sinni séns á skemmtilegum svörum.

Oh well....ég allavega mun standa við stóru orðin....alveg mjög fljótlega. En nú er ég farin að fá mér eitthvað ætilegt í 1. maí blíðunni og svo að læra...sjibbí!!!!

Já alveg rétt, gleðilegan verkalýðsdag!


smá úrelt...en samt....

Skog....ég hef alla tíð verið ógisslega dugleg að taka ekki þátt í svona klukkrugldótaríi og öðrum leiðindum og þess vegna finnst mér að þegar ég loksins geri eitthvað svona eigi allir að vera duglegir að svara....annars fer ég að gráta, ok?

1. Hver ert þú?
2. Erum við vinir?
3. Hvenær hittumst við fyrst og hvernig?
4. Ertu hrifin/nn af mér?
5. Langar þig að kyssa mig?
6. Láttu mig hafa gælunafn og útskýrðu afhverju þú valdir það.
7. Lýstu mér í einu orði.
8. Hvernig leist þér á mig þegar þú sást mig fyrst?
9. Lýst þér ennþá þannig á mig?
10. Hvað minnir þig á mig?
11. Ef þú gætir gefið mér eitthvað hvað myndi það vera?
12. Hversu vel þekkiru mig?
13. Hvenær sástu mig síðast?
14. Hefur þig einhvern tímann langað til að segja mér eitthvað en ekki getað það?
15. Ætlaru að setja þetta á bloggið þitt svo ég geti skrifað um þig?

PS. Ef þú svarar og bætir við að ég sé lúði og aumingi af því ég svaraði ekki þínu svona gumsi skal ég fara bæta úr því....var að fatta það núna að ég get ekki mikið farið að grenja ef enginn vill svara þessu hjá mér af því ég var að fylla út mitt fyrsta, eða hugsanlega annað svona dót rétt áðan.


Ex spurningarmerki punktur is

Nú fer að líða að kosningum. Eins og svo oft áður (eða þessi tvö skipti sem ég hef mátt kjósa)  hef ég barasta ekki hugmynd um hvað er sniðugt að kjósa og hvað ekki.

Ég man þegar ég bjó mig undir að taka þátt í mínum fyrstu kosningum, sem voru borgarstjórnakosningarnar 2002. Ég hef aldrei verið nein sérstök áhugamanneskja um pólitík en það var svo sem vitað mál á mínu heimili að allt viti borið fólk kaus einn ákveðinn flokk. Ég vissi svo sem ekkert af hverju og hafði þó allavega nóg vit í kollinum vorið 2002 til að ákveða meðvitað að kjósa ekki bara það sem ég hafði alist upp við að maður ætti að kjósa, heldur fylgjast með umræðum og lesa stefnuskrár flokkanna og mynda mér svo mína eigin skoðun.

Ég settist niður fyrir framan imbann eitt kvöldið þegar fulltrúar R- og D-listans voru eitthvað að fara að kíta í Kastljósinu, tilbúin og spennt að hefja rannsóknarvinnu fyrir mína fyrstu pólitísku skoðun. Eftir svona 5 mínútur missti ég svo allan áhuga því mér fannst umræðurnar vera á álíka háu plani og ræðukeppnirnar sem ég tók þátt í í grunnskóla (takið MORFÍS keppni og deilið í með tveimur). Allt snerist þetta um útúrsnúninga og meting og ég skildi allt í einu af hverju einhver fann upp hugtakið sandkassapólitík.

Nú er aftur komið að því að velja og ég ætla að gefa þessu með upplýstu og sjálfstæðu ákvörðunina annan séns. Af einhverjum ástæðum segir mér svo hugur að þetta sé ekki komið á neitt hærra plan en fyrir fjórum árum og er skuldaklukkan sem sjálfstæðismenn eru með á sinni heimasíðu, betriborg.is, gott dæmi um það. Já ok, við vitum það, skuldir reykjavíkurborgar eru himinháar en þessi klukka er bara svona dæmigert cheap auglýsingatrikk - af hverju ekki að hafa brjóst á öllum plakötum bara líka?

Finnst samfylkingin svo sökkva sér á niður á sama plan með því einu að tala um þessa skuldaklukku á sinni síðu og í þessum líka skemmtilega morfís-stíl, sem er einmitt skemmtilegur, en ekki málefnalegur.

Svo finnst mér alveg kostulegt að eitt af kosningaloforðum framsóknar sé vatnsrennibrautagarður að erlendri fyrirmynd. Já ok, ég er alveg til í vatnsrennibrautagarð....er hægt að fá sólskin og 30°C með því? Og væri peningunum ekki betur varið í eitthvað annað? Og flugvöllinn á Löngusker - lýst vel á það og það myndi alveg virka samkvæmt bæði verkfræðingum og flugfélagsmönnum. En nú spyr sú sem ekki veit - skiptir það engu máli að Reykvíkingar eiga ekki Löngusker?

Núna hóf ég heimildavinnu mína á því að kíkja á heimasíður framboðanna til að kíkja á helstu stefnumál. Vinstir grænir eru bara ekki með neina síðu fyrir bæjarstjórnarkosningar en ég geri ráð fyrir að þeir passi alveg inn í mynstrið. Finn svo sem ekki aðgengilegan lista yfir helstu stefnumál hjá sjálfstæðismönnum heldur og finnst heimasíðan þeirra alveg einstaklega óþægileg aflestrar.

Í fljótu bragði sýnist mér hins vegar allir flokkar vilja bættar samgöngur, aukið sjálfstæði skóla og bætta menntun, íþróttir og tómstundir handa öllum, bætt græn svæði, fjölbreytt húsnæðisframboð, bætta þjónustu fyrir aldraða, meira samráð við íbúa og gjaldfrjálsan leikskóla. Já og ekki má gleyma því að Reykjavík á að vera nútímaborg og háhraðasamfélag...hvað sem það nú þýðir.

Allt er þetta gott og blessað en þar sem allir vilja það sama og enginn minnist á hvar á að fá peninga fyrir herlegheitunum er ég bara engu nær um hvað ég á að kjósa. Held ég verði bara að vera sammála því sem ég las á einhverrji bloggsíðunni, að þessi flokkapólitík sé orðin úrelt og að borgarstjórnarkosningar ættu að vera kosningar um fólk.


Halla- og Helgudóttir fædd!

Helga eignaðist litla stelpu í gærmorgun og er þá fjölgunin í vinahópnum hafin. Nú bíð ég bara spennt eftir að sjá myndir af krílinu. Til hamingjum Helga og Halli. 

Svo held ég að ég þjáist af svefnsýki. Svaf 16 tíma í nótt og fór létt með það.


Áhrif hótana vinkvenna með hormónaflæðið í botni.

Ég var nú búin að taka þá ákvörðun að vera ekkert að tjá mig hérna nema hafa eitthvað að segja. Finnst svona "hmm best að blogga eitthvað...það er fluga á veggnum....hvað get ég nú sagt ykkur meira...."-færslur ekkert skemmtilegar, hvorki til að lesa né skrifa. En þar sem Hulda er farin að hóta refsiaðgerðum verð ég að gera eitthvað í málinu....læt það nú vera að hún komi heim til mín að gráta, það er alveg guðvelkomið. Ég er aftur á móti skíthrædd um að hún komi heim, gráti smá og láti mig svo horfa á einhvern ógeðissjónvarpsþátt sem ég hef alveg haft fyrir prinsipp að horfa ekki á. En auðvitað má maður ekki segja nei við vinkonu sína sem er nýbúin að gráta. Í kvöld væri til dæmis mjög gott kvöld til slíkra refsiaðgerða þar sem bæði innlit/útlit og heil og sæl er á dagskrá svo ég þori ekki öðru en að skrifa þessar línur. Af hverju er svona mikill viðbjóður á dagskrá?

Ég ætla bráðum að fara að rúlla í bæinn og skalla mér í ljós. Er að koma mér upp smá beistani. Það er eitt af þessum verkefnum sem ég myndi aldrei nenna að standa í nema af því ég get ekki reiknað á meðan ég er í ljósum. Ég hef nú aldrei verið þessi ljósamanneskja...finnst þetta óþarfapeningaeyðsla og svo yrði ég líka hundfúl út í sjálfa mig ef ég fengi húðkrabbamein þegar ég væri loksins orðin brún en eftir að ég las á mbl á föstudaginn að líkur á húðkrabbameini aukist um helming ef maður hefur brunnið 5 sinnum í sól brunaði ég beint á næstu sólbaðsstofu og keypti 10 tíma kort. Þar sem ég hef eflaust brunnið svona 40 sinnum í sól og kannski svona 5 sinnum í ljósum er ég eiginlega pottþétt komin með sortuæxli nú þegar svo þetta skiptir ekki máli. Verð pottþétt brúnasta og hraustlegasta gellan í prófinu eftir allt of fáa daga.

Svo langar mig að vita....er ég með eitthvað stórfurðulegan smekk? Er ég til dæmis skrítin að finnast Frank N Furter hot? Og er skrítið að finnast Andri Snær Magnason eiga að vera í fyrsta sæti á lista yfir kynþokkafyllstu menn á Íslandi? Ætla að lesa Draumalandið þegar ég er búin í prófinu...og það er ekki af því Andri Snær er hot. Ég hef eiginlega enga skoðun á þessum álvers- og virkjanamálum, af því ég hef eiginlega ekki nennt að spá í þau, en það er mjög kjánalegt í ljósi þess að ég tók virkan þátt í gerð Kárahnjúkastíflu og núna í stækkun álvers....spurning að hafa að minnsta kosti skoðun á því sem maður er að vinna við, þó að áhuginn sé í lágmarki.


mbl.is Fimmti hver Bandaríkjamaður greinist með húðkrabbamein
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

What charming underclothes you both have!

Undur og stórmerki gerast enn! Hvað haldiði að ég hafi gert þegar ég kom heim úr vinnunni í gær? Jú, fyrst fór ég í Krónuna og keypti snakk, ís, kók og súkkulaðikex. Svo fór ég beinustu leið heim, gekk frá draslinu og settist niður við skrifborðið til að læra. Já ég átti soldið erfitt með að trúa þessu sjálf, en ég sem sagt fann sjálfsagann. Vúhúú!

Nú bara vona ég að þessi langtýndi vinur yfirgefi mig ekki fyrr en eftir próf. En ég held að kannski hafi það spilað inn í að ég var búin að ákveða að hætta kl. hálf 10 og hefjast þá handa við að horfa á Rocky Horror með Sindra og gæða mér á varningnum úr búðinni.

Þessi mynd er svoooo mikil snilld. Keypti hana um daginn á amazon ásamt einhverjum öðrum myndum en var ekki búin að skella henni í ennþá....og ég held ég hafi barasta ekki séð hana í alveg einhver ár, sem mér finnst samt hálfduló þar sem ég kann hana meira og minna utanað.

Ég er alveg einlægur Rocky Horror fan og var svona pinku stressuð að láta Sindra horfa á myndina af því hún er nú soldið illa steikt og ég var alveg á báðum áttum hvort hann myndi fíla þetta, en hann auðvitað brást mér ekki og fannst hún góð...enda er þessi bróðir minn mikið gáfumenni með góðan húmor. Það var reyndar soldið gaman að sjá viðbrögðin þegar Frank-N-Furter svipti af sér skikkjunni í fyrsta skipti og í ljós kemur korselett og sokkabönd. Mér finnst þetta orðið svo sjálfsagður hlutur að ég var hálfhissa að sjá Sindra hissa. Ég persónulega var búin að gleyma hvað þessi maður getur verið fáránlega flottur í þessari múnderingu en ég áttaði mig á því sjálf og sagði hverjum sem heyra vildi þegar ég var 16 ára að Tim Curry væri kynþokkafyllsti karlmaður í kvenmannsnærfötum sem ég hefði séð...og ég held bara að það standi ennþá. Man að minnsta kosti ekki eftir neinum öðrum í augnablikinu sem mér finnst einu sinni remotely sexy.

Ég er allavega mjög þakklát fólkinu sem gaf myndinni annan séns eftir að hún vakti litla sem enga lukku þegar hún kom fyrst út. Líka honum Louis Farese sem fann sig knúinn til að öskra "Buy an umbrella, you cheap bitch!" að tjaldinu á einhverri sýningunni og starta þar með audience participation-æðinu á kvikmyndasýningunum.

Eftir þessa upprifjun á æðisleika myndarinnar er held ég næsta skref hjá mér að fara á svona áhorfendaþátttökusýningu þar sem ég myndi væntanlega klæða mig  upp sem Columbia og vera ein af stjörnum sýningarinnar. Núna eru tæplega 31 ár frá því myndin kom fyrst út og í oktober verður haldin 31 árs afmælis ráðstefna í Tuscon, Arizona. Ef ég ætti fullt fullt af peningum og einvherja vini sem eru jafn klikkaðir og ég væri bara alls ekki svo ólíklegt að ég myndi barasta skella mér. 

Úti í Noregi átti ég vin frá Wales, Chris Doughty. Hann var ekki hluti af svona vinahópnum sem ég var í og eiginlega komum við algjörlega úr sitthvorri áttinni svona félagslega. Það sem tengdi okkur saman var brennandi áhugi á kyrilíska stafrófinu (eða hvernig sem Cyrilics útleggst á íslensku), orðabókum og Rocky horror.

Úti í Noregi átti ég vin frá Wales, Chris Doughty. Hann var ekki hluti af svona vinahópnum sem ég var í og eiginlega komum við algjörlega úr sitthvorri áttinni svona félagslega. Það sem tengdi okkur saman var brennandi áhugi á kyrilíska stafrófinu (eða hvernig sem Cyrilics útleggst á íslensku), orðabókum og Rocky horror.

Í ég veit ekki hvað margra klukkutíma lestarferð frá Osló til Berlínar vorum við sitt í hvorum klefanum en styttum hvort öðru stundir með því að skrifa bréf á ensku en með kyrilískum stöfum. Svo sátum við oft langt fram eftir nóttu inni í Sweden House dayroom (Sweden House var húsið mitt) og glugguðum í ensk-íslensku og íslensk-ensku orðabækurnar mínar sem voru kannski ekki alveg nýjar af nálinni. Chris er engan veginn þessi Breti sem ræður bara yfir orðaforða grunnskólabarns og þess vegna fannst okkur voða gaman þegar hann fann orð í orðabókinni minni (sem var alls ekkert stór og merkileg) sem hann kannaðist ekkert við og þá spurði hann mig hvað þau þýddu og ég snaraði íslensku þýðingunni yfir á nútímalegri ensku. Einu sinni var hann að skoða íslensk-ensku orðabókina og fann eitthvað svo rosalega fyndið að hann lenti í öndunarerfiðleikum. Hann hafði þá fundið orð á íslensku sem þurfti alveg heila enska setningu til að þýða og þetta var nú eiginlega sérstaklega merkilegt í ljósi þess að hlutfallið kindur/menn er enn hærra í Wales en á Íslandi. Þýðingin var "running sheep being overtaken by the flood." Ég man ekki fyrir mitt litla líf hvað orðið var og hef ekki fundið það aftur enn þann dag í dag. En svona var (eða er?) maður nú mikið nörd inni við beinið þótt maður þættist stundum vera voða kúl.

En við Chris vissum svo sem alltaf að við yrðum ekkert í miklu sambandi eftir útskrift og að við værum ekkert að fara að fljúga heimshorna á milli til að hittast. En eitt af því sem við ákváðum að gera fyrir reunion, þótt það væri mjög líklega það eina sem við myndum gera saman fyrir reunion, var að fara á svona almennilega Rocky Horror sýningu í búningum. Ég ætti kannski að draga hann með mér til Tucson bara...þá væri ég allavega komin með klikkaða vininn, vantar bara peninginn.

Já úps...missti mig aðeins....pointið með þessu öllu saman var sem sagt það að mig vantar réttlætingu á að skella mér á nasa í kvöld. Er ekki líklegast að ég verði aftur dugleg að læra eftir vinnu í dag ef ég er búin að lofa sjálfri mér einhverju skemmtilegu eins og Roni Size eftirá? Og þá vantar mig nottla einhver rosaleg verðlaun fyrir annað kvöld þar sem ég ætla að taka allan daginn á morgun í lærdóm og einhver verðlaun á hverju einasta kvöldi til 6. maí...þetta gæti orðið soldið dýrt...


heimskur flugubani?

Ég háði rosalegt stríð við flugu inni á klósetti áðan...með buxurnar hálfa leið niður um mig. Ég tapaði fyrstu orrustunni en vann stríðið...enda var ég þá búin að hysja upp um mig. Svo leikur mér forvitni á að vita hver er að kjósa mig of heimska til að ná greiningunni?Gráta

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband