Færsluflokkur: Bloggar

Er Robert Langdon snoðaður?

Hversu fyndið (eða sorglegt) er þetta?

Ef það er satt að vinsældir risakvikmyndar standi og falli með hárgreiðslu aðalleikarans, þá er ég ansi hrædd um að heilarnir í okkur séu að þróast eitthvað í öfuga átt. Eiginlega finnst mér mjög fyndið að Hollywood-yfirborðsmennskan sé komin á nýtt plan akkúrat í kringum þessa mynd. Eða er þetta ekki annars nýtt plan? Við vitum jú öll að í mörgum tilfellum er vöxtur mikilvægari en leikhæfileikar ef maður ætlar að meika það, en fólk að minnsta kosti þykist oftast fíla eða ekki fíla myndir út af söguþræðinum frekar en hárgreiðslunum.

Heimurinn varð alveg kreisí þegar Da Vinci lykillinn kom út og allir sem voru búnir að læra að lesa misstu sig yfir því hvað þetta var æðisleg og spennandi og fræðandi bók. Ég var eflaust búin að heyra frá svona 20 manns að ég bara yyyyrði að lesa hana áður en ég keypti hana eiginlega fyrir slysni á einhverjum flugvelli í London.

Hófst þá lesturinn og jújú, ég var orðin nokkuð spennt strax á fyrstu síðum og langaði jafnvel að kíkja á Louvre-safnið af því lýsingarnar í bókinni voru svo flottar. Svo heldur bókin áfram að vera spennandi og fram koma fullt af einhverjum samsæriskenningum um Jesú og Co. (blessuð sé minning hans). Og framan af er þetta bara nokkuð góður reifari. Eftir miðju hættir þetta hins vegar að vera góður reifari og breytist í alveg afleitan og veruleikafyrrtan reifara á sýrutrippi. En "fróðleiksmolar" úr mannkynssögunni og listasögunni og samsæriskenningasögunni eru ekki af skornum skammti og settir fram á þann hátt að allir, líka krakkarnir í 7 ára bekk, skilji þetta. Og ef fólk skyldi vera illa skemmt af hassreykingum, þá er það allt í lagi líka því öll mikilvægu atriðin eru tuggð ofan í mann svona 12 sinnum svo það er allt í lagi að gleyma þeim nokkrum sinnum. Svo er persónusköpun eiginlega alveg út úr kortinu sem sést best á því að mér hefði ekki getað staðið meira á sama hvort aðalpersónan yrði étin af krókódíl eða giftist hinni aðalpersónunni og þau lifðu hamingjusöm til æviloka.

Ég varð sem sagt bara ótrúlega pirruð við lestur seinni hlutans og tókst með herkjum að klára bókina vegna pirrings. Mér hefði eflaust þótt þetta allt í lagi ef ég hefði byrjað að lesa þetta sem venjulegan reifara, en eftir svona "sigurför um heiminn" og ég veit ekki hvað og hvað bjóst maður nú við aðeins meiru. Enn eina ferðina ofmat ég þýðingu almennra vinsælda. Mín kenning er sú að ástæða þessarar rosalegu sigurfarar um heiminn er að fólki finnst það gáfað þegar það les um einhverar fornar leynireglur og (mjög svo óraunhæfar) deilur milli Opus Dei og vatikansins og skilur það. Tala nú ekki um þegar það fattar eitthvað, og svo er það endurtekið 5 sinnum í viðbót sem hlýtur að þýða að "hinn almenni lesandi" hafi ekki verið búinn að fatta, sem þýðir að það hlýtur að vera yfir meðallagi gáfað.

Þess vegna finnst mér alveg extra skemmtilegt að hárgreiðsla Tom Hanks sé aðalatriðið fyrir þennan sama markhóp.


Gleðilega Páska

Hvað er málið með þennan páskalærdóm alltaf hreint? Það virðist ekki skipta neinu máli hvað hann á að yfirtaka fríið samkvæmt öllum plönum, það bara fer aldrei neitt fyrir honum. Ég virðist bara vera búin að gera allt annað en að læra. Deep dish var auðvitað bara ógeðslega skemmtilegt kvöld og svo er ég búin að fara í matarboð upp í sveit, fara í pool þar sem ég stóð mig nú mun betur en vanalega en það var eflaust af því að andstæðingurinn þóttist vera einhentur....en hann vann nú samt naumlega, fá fólk í heimsókn, fara í heimsókn, fara á kaffihús, fleyta kellingar á maganum og olnboganum á Ingólfstorgi, lesa lélegan reifara og núna seinast búin að éta mér til óbóta af hamborgarhrygg og mömmubakaðri súkkulaðiköku og hlæja svo alveg heilan helling að byrjuninni á Bridget Jones...og er að spá í að fara að hlæja bara að restinni. En djöfull fíla ég svona fimm daga helgar...meira svona!


Pælingar B-manneskju í morgunsárið

Ef þú kannt ekki að keyra, taktu þá strætó eða fáðu einhvern annan til að keyra. Ef þú vilt endilega hundsa þetta og keyra þó að þú kunnir það ekki, DRULLAÐU ÞÉR ÞÁ ALLAVEGA YFIR Á FOKKING HÆGRI, FÁVITINN ÞINN!
Og ef þú heldur að það megi bara einn bíll fara út úr tveggja akreina hringtorgi í einu, þá kanntu ekki að keyra.

Smá húsmæðrakrísa hérna....ég veit alveg að ef frosið kjöt þiðnar þá má ekki frysta það aftur, eða allavega ekki frysta það aftur og borða það svo. En hvað með ber? Ætti það ekki að vera alveg í lagi ef þau eru ennþá girnileg þ.e.a.s.?

Núna er ég sko í voooondum málum vöknunarlega séð. Smá upprifjun: Ég heiti sunna og ég kann ekki að vakna á morgnana. Í desember fór ég og keypti mér ógeðslegustu, háværustu og dýrustu vekjaraklukkuna á laugaveginum og stillti henni upp inni í stofu svo ég byrjaði hvern dag á því að taka spretthlaup inn í stofu og stökk m.a.s. oftast yfir einhverja kassa og rúgaldið mitt. Þegar þetta var búið að virka tvisvar og ég búin að mæta á skikkanlegum tíma í vinnuna tvo daga í röð fór ég að taka upp á því að vakna áður en ógeðisklukkan fór í gang, labba fram í stofu, slökkva á henni og halda svo annað hvort áfram að sofa í sófanum inni í stofu eða fara bara aftur upp í rúm. Svo loksins fann ég kerfi sem virkaði. Mamma hringdi í mig á morgnana og talaði við mig þangað til ég var almennilega vöknuð og komin framúr og svona. Nýverið fór ég að stunda það að fara aftur upp í eftir að hafa talað við mömmu og svo allra seinustu vikur hef ég bara logið að mömmu og sagst vera komin fram úr þegar ég er í rauninni ennþá undir sæng. Ég var m.a.s. orðin helvíti góð í því að feika hressleika til að losna sem fyrst við mömmu úr símanum svo ég gæti haldið áfram að sofa. Nú er ég búin að játa þetta fyrir mömmu, og hún er bara hætt að hringja! Og ég er uppiskroppa með hugmyndir....hjálp!!!

Deep Dish í kvöld og það verður geggjað stuð....Hægt að hlusta á þá í jukeboxi á heimasíðunni fyrir áhugasama. Svo á m.a.s. að breyta til og hafa ekki partý á Sólvallagötunni áður en lagt er af stað í bæinn. Jibbí!

Og hvað er svo málið með það að bæði Fólk og Bloggið á mbl bara liggur niðri þegar maður þarf sem mest á því að halda? Nú veit ég bara ekkert hvenar ég get póstað þetta og get ekki komist að því af hverju barnarverndaryfirvöld í los angeles heimsóttu Britney Spears eða lesið um svefnleysi Eminem sem varð til þess að hann fór í meðferð....en þetta sem sagt sagt var að komast í lag...og ég kláraði að skrifa allt nema akkúrat þessa setningu fyrir svona korteri....er sko alveg tjúlluð!!!


Karlar eru frá mars og konur frá venus!

Af hverju finnst karlmönnum framhjáhald svona miklu minna mál en konum? Nú er ég alls ekki að fullyrða að þeir haldi meira fram hjá en við en það er a.m.k. algengara að þeir skammist sín ekki bofs fyrir það. Aldrei hef ég t.d. hitt konu sem segir hverjum sem heyra vill að hún sé nú svo dugleg að dekra við manninn sinn dags daglega að það sé bara ekkert að því þó hún hitti einhvern sætan fola og ríði honum annað slagið.

Ætli karlkyns- og kvenkynsheilar séu eitthvað mismunandi að þessu leyti? Eða er þetta kannski af því við lítum enn þá þannig á að karlinn sé skaffarinn og konan bara heppin að hafa gengið út yfir höfuð og vera búin að festa sér mann og þess vegna megi hann nú alveg leika sér aðeins? Eða eru karlmennirnir bara þróaðri en við og búnir að fatta að við erum ekki gerð fyrir einkvæni og að við verðum bara að horfast í augu við þá staðreynd í staðinn fyrir að vera að fela framhjáhöldin fyrir öllum heiminum? Ef það er tilfellið eru þeir samt ekki komnir lengra í þessari þróun sinni en svo að þeir eru ekki alveg tilbúnir að taka skrefið til fulls og vilja þess vegna ennþá á yfirborðinu vera með einni konu...og svo virðast sumir þeirra ekki geta lært á þvottavél. Eða kannski eiga konur bara auðveldara með að ljúga. Karlarnir ljúga að konunum sínum en játa svo skammarlega hegðunina fyrir restinni af heiminum, kannski til að fá smá refsingu í formi illra augnaráða. Ég er nú ekkert sérstaklega hrifin af neinni af þessum kenningum en er bara uppiskroppa með hugmyndir held ég. Nema nottla þetta sé bara af því við erum geimverur frá mismunandi hnöttum...en ég hef aldrei verið hrifin af stjörnuspeki.

Vantar svo ekki eitthvað orð í íslensku yfir monogomy sem er ekki svona sexist (auglýsi þá í leiðinni eftir íslensku orði fyrir sexist)? Einkvæni gefur jú til kynna að maður skuli aðeins taka sér eina konu en hvað með okkur? Megum við þá bara taka endalaust marga kalla eða er bara gert ráð fyrir því að við myndum aldrei dirfast eða hafa áhuga á að taka okkur fleiri en einn og þess vegna þurfi ekki einu sinni orð yfir það? (hmm...eða er ég bara að tuða yfir smámunum?Ullandi)

Svo er ég með þau gleðitíðindi að nú er ekki lengur svona vesen að kommenta hérna....nú er fólki bara í sjálfsvald sett hvort það vilji að möguleikinn á nafnlausu kommentaeinelti sé fyrir heni, og viti menn, ég býð þann möguleika velkominn opnum örmum.


Jæja krakkar mínir, í dag ætlum við að læra um þrisvar sinnum töfluna....

Já ég er búin að finna enn eitt starfið sem ég ætti frekar að vera í heldur en þetta verkfræðipja. Nú vil ég vera kennari. Jú ég yrði eflaust allverulega suicidal eftir hvern einasta vinnudag...og fyrir hvern einasta vinnudag for that matter....en er ekki skömminni skárra að vera allverulega suicidal kannski 175 daga ári heldur en að vera svona hæfilega suicidal 230 daga á ári?

Pabbi var sem sagt að hringja og benda mér á það að hann er kennari og þar með kominn í 2 vikna frí núna. Svo vildi hann bjóða mér til Siglufjarðar á snjóbretti sem ég varð að afþakka pent af því ég græði víst bara 3 frídaga á því að jesús dó og þá þarf ég að nota í lærdóm. Ó mig auma...á bágtast í heiminum....(ok, kannski ekki meira bágt en stríðshrjáðu börnin í írak....réttupphönd sem náði djóknum).

Svo langar mig að vita....er það bara almenn vitneskja að Land Cruiser sé Toyota?


Úglönd úglönd

c_documents_and_settings_sunnav_hrv_my_documents_my_pictures_italy_dsc01602.jpg
Vííí ég er að fara til útlanda. Neinei, það hafa ekki verið nein rosaleg viðbrögð við auglýsingunni hér að neðan, þó hugsanlega kominn einn ferðafélagi. En ég sem sagt kíkti á síðuna hennar Ingu Birnu frænku sem býr í þýskalandi og varð eitthvað útúr móðguð að hún væri að hvetja eitthvað fólk til að koma í heimsókn og minntist ekki einu orði á mig. Svo ég skrifaði eitthvað móðg-komment og spurði hvenar ég mætti koma. Svo svaraði inga birna því og ég sagðist ætla að skoða það og svo bara allt í einu var visakortið komið á loft og ég búin að kaupa miða. Fer að vísu ekki fyrr en í lok maí en þetta ætti að geta haldið brosinu gangandi þangað til.

Ferðafélagi óskast

Djöfull langar mig til útlanda...finnst eins og það sé ár og öld síðan ég kom heim frá Ítalíu en það eru víst bara tæpir tveir mánuðir. En það er nottla ekki seinna vænna að byrja að plana næstu ferð og ég er búin að finna áfangastaðinn. Vantar eiginlega bara ferðafélaga....hver er til í tyrkland í haust?Svalur Hægt að vera 2 vikur á 4 stjörnu hóteli fyrir innan við 60 þúsund kall í ágúst til dæmis. Hugsa nú að það endi með að ég fari ekki neitt þar sem allir eru annað hvort að fara í frí með einhverjum öðrum eða eiga börn - en það má alveg reyna þetta.....

Svo er ég búin að bæta við einhverjum bloggtenglum hérna á kantinn...fjöldi bloggsíðna sem ég les reglulega var kominn niður í 4 og mér fannst það frekar aumkunarverður tenglalisti svo ég fór að skoða og komst þá bara að því mér til mikillar gleði að allar þessar verkfræðigellur sem ég las alltaf í den en voru svo bara hættar að blogga eru byrjaðar aftur. Svo finnst mér fúlt að geta ekki raðað þessu eitthvað í stafrófsröð eða einhverja aðra röð...kemur bara inn í þeirri röð sem ég man eftir þessu. En það eru nú takmörk fyrir því hvað maður kann við að senda mikið af athugasemdapóstum - mér er farið að líða aðeins of vallalega. Það hlýtur einhver annar að vera að gera athugasemdir líka, trúi ekki að þetta sé alfarið í mínum höndumUllandi. Svo nottla bara látiði mig vita ef ég er að gleyma ykkur og þið eruð heavy sár....sem ég reyndar efast um að gerist.


Oh ég er svo klár!...or am I?

Ég er víst komin aftur....íslenskt já takk og allt það. Núna sem sagt geta allir kommentað og þá er líka eins gott að þið verðið dugleg við það lömbin mín. Að vísu þurfið þið annað hvort að vera innskráð eða opna meilið ykkar og smella á eina slóð til að þetta birtist. Maður verður víst bara að taka afleiðingunum af því að búa í landi þar sem gelgjur og grunnskólakrakkar, sem eru jú upp til hópa fávitar, blogga og leggja hverjir aðra í einelti með nafnlausum kommentum. Á ekki bara að senda alla á aldrinum 5 til 15 ára til Færeyja í útlegð? Ógeðslegur þjóðfélgshópur og ég trúi varla að ég hafi einu sinni verið hluti af honum. Enda átti ég enga vini framanaf, eflaust af því ég var ekki nógu pirrandi og ógeðsleg til að passa inn í hópinn.

En ég er líka búin að komast að því að ég er á algjörlega rangri hillu í lífinu. Ok ok, ég hefði svo sem átt að fatta það eftir fyrsta mánuðinn í verkfræðideildinni en það er bannað að gera grín að mér þó ég hafi verið heimsk í sambandi við einn hlut (og nei, ég hlusta ekki á neinar lygar um að ég hafi einhvern tíma gert eitthvað annað heimskulegt!) En alltaf hefur maður haldið áfram með þennan óbjóð eiginlega af því mér datt ekkert skárra í hug til að gera. Svo bara um daginn fattaði ég að ég vil vera grafískur hönnuður. Held það sé miklu skemmtilegra djobb og svo verður maður miklu miklu ríkari á því - allavega til að byrja með. En ég bara legg ekki í að byrja á byrjunarreit í námi aftur...svona peningalega séð og íbúðarlega séð. Og þó, einhverjir sjálboðaliðar til að borga af íbúðinni og halda mér uppi á meðan ég dörslast í gegnum grafíska hönnun í LHÍ?

Annars er komin önnur hugmynd líka, sem ég reyndar á ekki heiðurinn af sjálf en er alltaf að sjá betur og betur að væri mín rétta hilla. Einn vinnufélagi minn, sem er gamall verslingur, hefur gefið sig út fyrir að kunna allt á excel sem hægt er að kunna - og ætla ég bara alls ekkert að rengja það. Ég hef nú aldrei fengið neina formlega kennslu í þessu ágæta forriti en finnst það svona nokkuð idiotproof og hef aldrei skilið mikið hvað fólk er að eyða skattpeningum í að kenna fólki á hluti sem kenna sig sjálfir. En svo auðvitað koma tímar þar sem maður verður að kyngja þessum hroka og játa að maður stendur frammi fyrir excel vandamáli sem maður getur ekki leyst. Þá verður maður þakklátur fyrir að skattpeningum foreldra manns hafi verið eytt í að gefa einhverjum formlega menntun í excel og leitar á náðir gamla verzlingsins og biður hann um hjálp. Þetta hefur gerst tvisvar eða þrisvar og í bæði (nú eða öll ef það var þrisvar) skiptin hefur hann bara horft á skjáinn og sagt að þetta eigi ekki að vera hægt og í framhaldi af því kom hann með þá snilldarhugmynd að ég ætti að fá vinnu hjá microsoft við að leika mér í forritunum og finna svona bögga. Mér finnst þetta hljóma eins og hin ágætasta hugmynd og held ég þurfi að ræða þetta við Bill vin minn Gates.

Í dag fékk ég svo enn frekari staðfestingu á að það sé á þessu sviði sem hæfileikar mínir liggja. Eins og þið kannski vitið er þetta blog.is dót nýtt og opnar ekki formlega fyrr en 1. apríl og einhvers staðar var maður beðinn að prófa kerfið og senda endilega inn athugasemdir og hugmyndir. Ég tók þetta nottla alveg grafalvarlega og eftir fyrsta test sendi ég nokkrar athugasemdir (og hótaði að koma aldrei aftur ef hinn almenni borgari fengi ekki að kommentaUllandi) og fékk bara svör til baka um leið og öllu dótinu sem ég setti eitthvað út á var kippt í liðinn á nótæm. Svo fór bara Internet Explorer alltaf að frjósa hjá mér þegar ég reyndi að fara inn í kommentin en það gerðist ekki hjá neinum öðrum (ok það gerðist ekki hjá Huldu og ekki hjá mér á einhverri annarri tölvu) en ég skrifaði samt bara mail að spyrja hvort þeir könnuðust við vandamálið. Ji ég er að verða eins og valli, sendandi e-maila út um allt út af minnstu hlutum sem pirra mig...en ok, var hvort eð er búin að komast að því í gær að ég er ennþá sorglegri karakter en hann svo það er eins gott að hegða sér bara samkvæmt því. En allavega, ég fékk svar og tölvugaurarnir sem búa þetta til höfðu þá náð að framkalla sama vandamál og ég lýsti og viti menn, þetta er galli í Internet Explorer, og enginn annar búinn að benda á þetta. Af hverju er ekki einhver frá Microsoft löööngu búinn að hafa samband við mig? En allavega, ef einhver lendir í þessu, stækkiði þá bara gluggann og reynið aftur...hann þarf víst að vera alla vega 900 px. En svo reyndar á að búa til einhverjar krúsindúllur þannig að heimski internet explorer skilji þetta en það verður bara ekki alveg strax.

Hmm, nú er ég orðin eins og stjórnarandstaðan...finnst ég alveg þvílíkt klár að geta fundið vandamál í hverjum krók og kima án þess að geta bent á orsökina og enn síður lausnina. En til þess höfum við tölvukalla. En þangað til Billy hefur samband og býðst til að byrja að borga mér fyrir þetta ætla ég bara að snúa mér aftur að verkfræðivinnunni.


túrúlú

já ég er farin aftur til blogspot...gengur ekki að það sé ekki hægt að kommenta nema vera með blog.is sjálfur....vonum bara að þeir reddi því...so...here i am

Takk mbl.is fyrir þetta frábæra bloggkerfi

Jæja, þá ætla ég að prófa þetta nýja kerfi. Mikið er nú gott að að vera laus við blogspot. Getur einhver kennt mér á þetta? og komiði endilega með hugmyndir um hvað ég get sett hérna inn á síðuna og så videre....Æi er ekki soldið sorglegt að skrifa brandara sem ein manneskja hefur húmor fyrir ef maður sagði þeirri manneskju hann í gær? En mér er alveg sama...það er kúl að vera sorglegur. Svo er líka svo langt síðan ég bloggaði að allir ættu bara að vera ánægðir með það að sjá staf frá mér...sorglegan eður ei.

Og bara svona ef einhver skyldi vera í vafa, þá er fyrirsögnin sko hluti af brandaranum...ég er ekki FÁVITI!

Voða lítið að frétta svo sem. Ég er bara búin að vera að stússast í ýmsum málefnum og senda ýmsum aðilum mail. Það er svo gaman að grúska svona í tölvunni. Múhahahaha

Anyways...lífði er óttalegt pja....geðveiki að gera í vinnunni, próf í uppáhaldsfaginu mínu framundan, allt í rúst heima hjá mér og bara parket á hálfu gólfinu og ég hef ekki hugmynd um hvenar smiðsómyndin ætlar að klára þetat - held honum finnist þetta ekki vera sitt mest áríðandi verkefni, einhver slappleiki með hausverk í gangi, skítakuldi úti, samt ekki brettaveður og ekkert framundan sem ég man eftir sem gefur manni ástæðu til að brosa. En merkilegt nokk þá er ég nú bara samt brosandi og bara nokkuð kát með þetta allt saman og vorkenni mér eiginlega ekki neitt....nema nottla út af prófinu. Merkiilegt hvað það er mikill munur á manni ef maður bara fær að sjá dagsbirtu allavega svona hálftíma á dag.  Hey já, annað jafnvel ennþá merkilegra. Ég er svo sem ennþá enginn morgunhani, en mér finnst dauði ekki lengur fýsilegri valkostur en að fara framúr á morgnana....sem er mikil framför.

En ok...vildi bara gleðja Huldu með smá færslu...nú verð ég víst að vinna meira....


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband