Færsluflokkur: Sjónvarp
13.9.2006 | 01:48
Feiklana
Var Dilana ekki eitthvað grunsamlega fljót að jafna sig af rifna kálfanum sínum? Reyndar fannst mér líka hálfundarlegt í síðustu viku hvernig hún virtist geta gert allt við fótinn nema stíga í hann - pabbi var ekki sparkandi út í loftið rétt eftir að hann reif sinn kálfa allavega. Það sem fólk gerir til að reyna að vinna einhverja samúð eftir að hafa sýnt heiminum hvað það er mikið bitch inni við beinið!
Ok, magni kominn á svið...best að fara að horfa...
Sjónvarp | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.8.2006 | 14:16
Rockstar geðveikin
Í lok seinustu viku þegar kosningaherferðin fyrir hönd Magna fór í gang hugsaði ég nú stundum með mér að það væri nú eitthvað mikið að hjá sumum - væri fullgróft að ætlast til þess að heil þjóð sneri við sólarhringnum af því að Íslendingur sem var búinn að vera að meika það í raunveruleikaþætti væri kannski að detta út. Svo var ég nú farin að smitast smá af allri geðveikinni og þegar ég heyrði að Menntaskólinn á Egilsstöðum hefði gefið frí í fyrstu tímunum í morgun svo að fólk gæti vakað og kosið fylltist ég bara stolti yfir að vera partur af svona ótrúlega krúttlegri þjóð.
M.a.s. X-ið 977 tók þátt í auglýsingaherferðinni, en sem rokkstöð geta þeir auðvitað ekki bara verið yfirlýstir Magnaaðdáendur en þeir komu sér sko vel frá sinni stuðningsyfirlýsingu án þess að tefla orðspori sínu í tvísýnu. Heyrði einhver annar þessa auglýsingu? Fyrst eru spiluð brot úr einhverjum lögum með Á móti sól og svo segir kallinn "langar ykkur að heyra meira af þessu ógeði?....nei það viljum við ekki heldur! Kjósiði Magna í nótt svo það komi pottþétt ekki út fleiri lög með Á móti sól." Djöfull fannst mér þetta fyndið. Og þessi auglýsing virkaði á mig því ég fór heim til mömmu með tölvuna að horfa á Rockstar til þess að geta kosið (þar sem ég er ekki með netið heima). Það reyndar gekk ekki upp, en ég reyndi þó - og mamma sat víst við tölvuna í einn og hálfan tíma í nótt. Kom svo í vinnuna í morgun og sá póst um að það væri ennþá hægt að kjósa svo ég smellti tölvunni yfir á Hawaii tíma og bombaði inn nokkrum atkvæðum.
Sjónvarp | Breytt s.d. kl. 14:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.8.2006 | 11:28
Af öðrum bloggurum
Váááá! Og ég sem hélt að ég hefði gaman að Rockstar...bara búin að missa af einum þætti so far og virðist vera asnalega mikið með þetta á hreinu þegar það er til dæmis verið að tala um þetta í mat í vinnunni.
Annars vil ég lýsa frati á næstum alla sem hefur hlotnast sá heiður að vera í tenglalistanum mínum...meirihlutinn af þessu liði er bara hættur að blogga, eða gerir það einu sinni í viku eða sjaldnar, svo bloggrúnturinn minn í morgunsárið er eitthvað óttalega aumkunarverður þessa dagana. Ég er reyndar ekkert að hvetja fólk til að breyta þessu eitthvað - ekkert gaman að uppkreistum og píndum bloggum - en ég hlýt að mega lýsa frati á þetta samt.
Sjónvarp | Breytt s.d. kl. 11:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.8.2006 | 20:47
Stjörnuspár og brjóstahöld
Eins og ég er nú langt frá því að taka stjörnuspár alvarlega verð ég bara að deila með ykkur stjörnuspánni minni úr Tímaritun Smáralind (sem ég veit ekki alveg af hverju meikaði það inn til mín í staðin fyrir að fara beint í tunnuna).
Tvíburinn er að fara inn í ótrúlega skemmtilega orku en þarf að muna að hika er sama og tapa. Tvíburinn þarf að hætta að vorkenna sjálfum sér því að í tvíburamerkinu fæðist yfirleitt skemmtilegasta fólkið. Tvíburinn þarf að nýta sér málsnilld sína, byggja upp sjálfstraustið og segja við sjálfan sig á hverjum morgni ég er frábær. Hætta er á að tvíburanum gæti leiðst en hann má alls ekki leyfa sér það. Ótrúlega sérkennilegir hlutir virðast koma upp í september sem gætu valdið einhverjum kvíða en allt erður þetta til góðs á endanum. Tvíburinn ætti að taka hárið á sér í gegn og tileinka sér hollara mataræði.
Já ok ok, fer bráðum í klippingu en ætla samt ekki að taka hárið á mér meira í gegn en það...og þetta með hollara mataræðið...það myndi kannski ekki drepa mig en nei takk samt. En annars líst mér bara nokkuð vel á þetta.
Fyrir utan að velta sér upp úr smáralindarstjörnuspám er hægt að eyða sunnudögum í að horfa á hálfa seríu af Sex and the City í einni lotu. Alltaf nóg af djúpum pælingum um karlmenn þar, en mín helsta pæling eftir 7 þætti í röð er: Sofa konur almennt alltaf í brjóstahöldurum?
Sjónvarp | Breytt 21.8.2006 kl. 15:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.8.2006 | 12:59
Opinberir klikkalingar
Kastljósið í gær var eitthvað það skemmtilegasta sjónvarpsefni sem ég hef séð í langan tíma. Djöfull tók Heimir Már þennan guðfræðingsfávita í bakaríið og það á svona líka skemmtilegan hátt. Jón sagði ekki eitt einasta orð sem Heimir neyddi hann ekki til að éta ofan í sig aftur, verst að Jón virðist bara vera of heimskur eða hlustunarfatlaður ("glæsilegt" nýyrði hér á ferð) til að fatta það. Eða kannski bara hlustar hann ekki á á homma, nema þeir séu bara smá hommar. Gaman að fá svona fávita í Kastljósið stundum, sérstaklega þegar það er einhver svona skemmtilegur á móti þeim. Er ansi hrædd um að ég hefði verið löngu búin að missa þolinmæðina og hjóla í hann bara af pirringi.
Þetta er svo líka algjör snilld. Gaurinn í framboði til formanns og er bara heví sáttur með að hann fær að sitja þing framsóknarmanna og hafa atkvæðisrétt. Finnst líka sniðugt að hann vill svona kynna sér framsóknarmenn, hljómar eiginlega ekkert eins og hann sé alveg með það á hreinu hvort hann sé sjálfur framsóknarmaður yfir höfuð. Svo mæli ég alveg með því að þið klikkið á "skoða fleiri ávörp hauks" og hafi meira gaman að. Er að vísu ekki búin að leggja í elstu tvö ennþá en það er á stefnuskránni. Yndislegt líka hvernig hann er alltaf að segja "og endilega veriði dugleg að blögga."
Sjónvarp | Breytt s.d. kl. 15:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
27.7.2006 | 01:36
Húmoristi í Supernova!
Hahahahaha! Var að horfa á útsláttarþáttinn í Rockstar og eins og allir sem eitthvað vita vita, gerði Zayra sig alveg skemmtilega rosalega að fífli í gærkveldi. Rétt áður en hún byrjaði svo að klúðra I'm not an addict svona konunglega í kvöld sagði Gilby Clarke eitthvað um að nú ætti hún að standa sig "...because this may be the last time you perform for us." Ég er reyndar búin að vera að hugsa frá fyrsta þætti hvern fjandann hún væri einu sinni að gera í þessari keppni og fannst þetta hljóma eins og þeir væru loksins að fara að put her out of her misery. En svo hugsaði ég "ef ég væri einn af þeim myndi ég stinga upp á því þegar hinir segðu að Zayra ætti að fara að við myndum halda henni lengur til að sjá hversu mikið hún myndi gera sig að fífli því við gætum hlegið að henni í mörg ár eftirá!" Svo hugsaði ég hvað það væri sjúklega fyndið ef einhverjum þeirra dytti þetta sama í hug. Og hahahahaha....þeim datt þetta í hug. Ég ætla að giska á að Tommy Lee sé með þennan kvikindislega og ótrúlega fyndna húmor. Er það ekki annars eina hugsanlega rökrétta skýringin á því að þetta laglausa kvikindi hafi ekki verið sent heim?
Í öðrum Rockstar-pælingum fannst mér Lucas geeeeðveikur - gerði eiginlega geðveikt töff lag miklu meira töff. Svo fannst mér Magni vera farinn að virka soldið hrokafullur, svona í realityþættinum. Er ég bara að ímynda mér hluti eða eruði sammála mér?
Sjónvarp | Breytt s.d. kl. 01:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
21.7.2006 | 13:40
Netóðir íslendingar?
Hahaha...við Íslendingar erum svo miklir plebbar...og samt svo mikil krútt. Veit svo sem ekkert um áreiðanleika þessarar könnunar þegar fréttin var skrifuð en núna er Magni allt í einu kominn í 70% og ég efast ekki um að eftir að fréttin birtist á mbl streymdu ógrynni Íslendinga sem aldrei höfðu heyrt um síðuna áður inn á www.supernovafans.com til að kjósa okkar mann. Skemmtilegt hvernig fjölmiðlar geta haft áhrif á eigin fréttir og það alveg óvart.
Þessi skjótu viðbrögð þjóðarinnar við skoðanakönnun á einhverri síðu sem enginn veit um leiðir mann svo út í pælingar um þættina sjálfa þar sem úrslitin ráðast jú með netkosningu. Ætli við séum svo netóð og stolt af því að fá að vera með að Magni endi bara aldrei í bottom 3? Getur það verið að kosningaþátttaka í Rockstar á Íslandi sé svo góð að restin af heiminum hafi bara ekkert í okkur? Er alls ekki að efast um að það er fullt af útlendingum að kjósa Magna líka og mér finnst hann hafa verið geðveikt góður, en ætli niðurstöðurnar skekkist ekki soldið vegna þess hvað við erum öfgafull þjóð? En samt...rock on magni!
Magni leiðir netkosningu um næsta söngvara Supernova | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sjónvarp | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
19.7.2006 | 14:37
Slímmatur með sinum og Honda vs. Trabant
Eins og við var að búast í þessari vondu viku var maturinn gjörsamlega óætur. Ég kom sem sagt til baka úr mat svöng, óendanlega pirruð og sígarettulaus. En svona út frá vísindalegu útreikningunum mínum sem ég sagði frá áðan hlýt ég að vera komin í betra skap fyrst ég er að blogga aftur. Og jújú mikið rétt...bætti mér nebbla upp slímpastað og slímsalatið og köldu kjötafgangana með sinunum með freistingum frá Frón og það virðist hafa hjálpað til við upprifjunina á því hvernig maður hefur gaman að hlutunum þótt allt sé vonlaust og leiðinglegt þessa dagana. Eftir 15. ágúst þarf ég vonandi ekkert kex til að finnast hlutirnir skemmtilegir því þá verða þeir bara orðnir það í alvörunni.
Er svo að hlusta á performansana úr rockstar á netinu...Magni enn að ýta undir þjóðarstoltið hjá manni sem er auðvitað bara gott mál. Þegar maður horfir á þetta á netinu koma alltaf öðru hvoru svona auglýsingar, og ein þeirra er Honda Fit auglýsing með Trabant-lagi. Fyrst fannst mér bara ótrúlega kúl að Honda væri að nota íslenskt lag í auglýsinguna sína (ekki sama Fit auglýsingin og er sýnd í sjónvarpinu hérna) en svo núna finnst mér eiginlega meira kúl að Honda sé að nota lag með hljómsveit sem heitir Trabant.
Nú eru miðvikudagskvöld sem sagt orðin ennþá betri sjónvarpskvöld en áður...maður þarf eiginlega að vera límdur við skjáEINN frá hálf 9 til 1...ANTM, RS, L word og aftur RS...mjög sorglegt í svona góður veðri....
Sjónvarp | Breytt s.d. kl. 14:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.7.2006 | 11:29
Sjónvarpsfíkn í sumarblíðunni
Fór á raunveruleikasjónvarpsfyllerí í gær....og skemmti mér að sjálfsögðu konunglega. Fannst Magni standa sig vel, betur en margir af keppinautum hans, og eiginlega kom það mér á óvart því þótt hann kunni sko alveg að syngja strákurinn hef ég ekki alveg verið að skilja hvað hann er að gera í þessum hóp, þar sem hann er alveg 100 sinnum meiri hnakki en nokkurn tíma rokkari. En hann er líka búinn að minnka sveitaballataktana til muna frá seinustu viku og er það vel. Fannst Tommy Lee líka helvíti skemmtilegur...hann var greinilega svo high on something að hann var kannski ekkert með það á hreinu hvar hann var. En það gerði þetta auðvitað bara skemmtilegra. Um hvað hefði fólk verið að tala í útvarpinu í gær ef hann hefði ekki sagst elska ho-ið en vanta soldið meira hum. Svo hefur hann greinilega slakað eitthvað á í efnainntöku fyrir þáttinn þar sem úrslitin voru tilkynnt svo sá þáttur var ekki eins fyndinn. Fannst samt mjög kúl að Chris væri sendur heim því hann var svo vibbahrokafullur.
Nokkrum tímum fyrr hoppaði ég hæð mína af gleði þegar Lisa var send heim í ANTM enda er ég búin að vera að bíða eftir því alla seríuna....jesús hvað hún er búin að fara í taugarnar á mér undanfarnar vikur.
Og núna líður mér illa og held ég þurfi eitthvað að endurskoða líf mitt því ég er að blogga um Rock Star og Americas next top model. En ætli þetta sé ekki svipað og þegar ég kom út úr skápnum með Leiðarljós-áhorf mitt fyrir þó nokkrum árum. Ég veit það er sorglegt, en ég hef gaman að þessum óbjóði og ætla því bara að taka þessari skemmtun opnum örmum. Já talandi um Gædó....sá einhverjar 5 mínútur um daginn og langar að vita hvort það sé rétt skilið hjá mér að Reva sé hætt að vera draugur. Ef einhver veit þetta má endilega upplýsa mig í kommenti...skil vel ef sú athugasemd er nafnlaus.
Sjónvarp | Breytt s.d. kl. 11:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.7.2006 | 11:18
Return of the Sunna
Komin aftur til baka frá Hróarskeldu í heilu lagi...ef maður telur ekki húðflyksurnar sem hrynja reglulega af nefi mínu og öxlum vegna sólbruna sem sjálfstæða parta. Það er auðvitað bara púrahamingja í gangi með að vera komin til baka í vinnuna, skil ekki hvernig ég gat sleppt því að mæta á skrifstofuna 6 heila daga í röð, var bara komin með fráhvarfseinkenni...sem lýstu sér í taumlausri gleði og brosi allan hringinn.
Það var alveg geðveikt gaman úti og ég man eftir næstum því allri ferðinni sem verður held ég bara að teljast gott. Var samt ekki alveg eins dugleg að fara á tónleika og ég ætlaði mér og finnst súrast að hafa misst af Primal Scream en annars er mér eiginlega bara alveg skííítsama. Hitti aftur á móti Tiga og hann er bara alveg jafn sætur in person og ég hélt. Og eins furðulegt og mér eiginlega finnst það þá fannst mér Roger Waters-tónleikarnir bestir - eða ég allavega fór í mesta fílinginn á þeim. Ætlaði eiginlega ekkert mikið að fara fyrst af því ég var svo nýbúin að sjá hann hérna heima og það var jú fullt annað í gangi á sama tíma en svo var hann bara miklu betri úti - eða upplifun mín allavega miklu magnaðri...en það var eflaust að einhverju leiti út af þessu með B-svæðið þegar ég fór hérna heima.
Sló svo öll fyrri met í verauppiísófamaraþonum eftir að ég kom aftur til kaupmannahafnar því þar lá ég frá svona 1 eftir hádegi á mánudegi þangað til 9 í gærmorgun. Kom bara við gólfið til að fara tvisvar á klósettið, einu sinni í langþráða sturtu og einu sinni til dyra að taka á móti pizzu. Verð eiginlega að segja að þetta voru mjöööög ljúfir 20 tímar og ég horfði á alla fyrstu seríuna af futurama - djöfull eru það ógeðslega fyndnir þættir. Held ég þurfi að fara aftur á næsta ári og horfa þá á aðra seríu og svo þriðju á þarnæsta ári. En þá verð ég líka að vera að koma af hróarskeldu því undir öðrum kringumstæðum myndi ég væntanlega vilja eyða degi í Köben í eitthvað annað en teiknimyndagláp. Já heyrðu, ég hlýt að hafa komið eitthvað við gólfið líka til að skipta um disk í dvd-spilaranum...damn, caught myself in my own lie Get samt ekki neitað því að það var ótrúlega gott að koma í mat til ömmu í gær og fá fyrstu máltíðina í viku sem var ekki samloka, hamborgari eða pizza.
Myndi lofa að skella inn myndum fljótlega en eftir að hafa haft þvílíkt fyrir því að sækja myndavélina mína áður en ég fór út þá tók ég bara 2 myndir. Önnur er af hundi í lest og hin er held ég af hluta af andlitinu á Billiam...báðar teknar á leiðinni frá flugvellinum og heim til hans. Ég er venjulega svo góð í að sofa í flugvélum, sofna næstum undantekningalaust fyrir flugtak og vakna oftast ekki fyrr en eftir lendingu. En eitthvað var mér að bregðast bogalistin í þetta skiptið því ég bara sofnaði ekki. Og hvað gera Íslendingar þá? Jú þeir drekka í staðinn. Ég hef nú aldrei verið þessi týpa sem fer á flugvélafyllerí og alveg virkilega þoli ekki fullt fólk í flugvélum sem kann ekki að haga sér og ælir yfir allt og alla en núna skil ég þetta betur sko. Ég var reyndar voða stillt og ældi ekki neitt, hélt bara mitt einkapartí með ipodinum og dansaði eins og fáviti í sætinu - held samt ég hafi ekki truflað neinn, rámar samt í að fólk hafi horft smá á mig eins ég væri kannski soldið spes á leiðinni út úr vélinni og á meðan ég dansaði mig í gegnum Kaastrup. Svo varð ég víst Billiam eitthvað smá til skammar í lestinni (var víst að tala frekar hátt um að nú væri ég hætt að borða þangað til eftir hátíðina því ég vildi ekki fyrir mitt litla líf gera neitt meira en að pissa í fallegu kamrana þar - fyrir utan bara að láta eins og fullur fáviti í lest) en ég man ekkert eftir því svo það gerðist ekki.
En hver veit, kannski ég skelli inn þessum tveim myndum á morgun...hundurinn var geðveikt sætur og þar að auki oní tösku. En hvað er svo málið með það að ég hafi aldrei heyrt um fyrstu seríu af lífi britney og kevins og enn síður séð þátt? Hvar kemst maður í þetta? (jebbs...nú er ég opinberlega búin að játa að ég horfi á sumt af raunveruleikaviðbjóðnum sem ég rakka reglulega niður og hef bara baman að....en hver gerir það svo sem ekki?
Spears vill í sjónvarpið á ný | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sjónvarp | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)