Comeback ársins

Nú er liðið ár og tveir dagar síðan síðasta færslan í hópi nokkurn veginn reglulegra færslna birtist hér og því varla til heppilegri tími til að endurvekja kannski þetta blogg. Kannski er lykilorðið - ef þessir tveir aðdáendur mínir villast einhvern veginn til þess að lesa þetta, ekki hoppa hæð ykkar af hamingju - þetta er aðeins óljóst loforð sem leyfilegt er að svíkja.

Ég er pinkulítið týnd í sambandi við hvað ég vil eiginlega gera í lífinu. Búin að komast að því að verkfræðin gerir mig bara þunglynda og mér finnst sjómennskan miklu skemmtilegri....enn þá. Það er alveg ljóst að ég ætla mér ekki að vera sjómaður allt mitt líf þó það sé rosa gaman að prófa þetta. Þannig að nú er ljóst að stefnan er tekin til útlanda í nám næsta haust. Þá er bara stóra spurningin - hvað vil ég læra? Er búin að velta þessu soldið mikið fyrir mér síðan ég komst að því að frystitogarasjómennska var ekki sú rífandi skemmtun sem ég hafði gert mér í hugarlund og er eiginlega engu nær. Á tímabili var skásta hugmyndin að fara að læra ljónatamningar - pabbi bjóst víst alltaf við að ég myndi fara í þá áttina. Þar sem mér fannst það ekkert mjög raunhæfur kostur ákvað ég að skella mér í 8000 króna áhugasviðskönnun hjá námsráðgjöfinni. Þvílík endemis peningasóun!

Ég grínaðist soldið með það áður en ég fór í könnunina að hún myndi bara leiða í ljós að ég yrði ætti að verða verkfræðingur - starfið sem ég er að flýja. Og viti menn! Orðin engineer, mechanics og construction koma öll fyrir meira en einu sinni í upptalningum á störfum sem eiga að vekja áhuga minn á hinum ýmsu levelum (auglýsi eftir sambærilegu orði á íslensku).  Annað sem kom oft fyrir var military - en það hjálpar mér voða lítið líka, nema ég ákveði að fara frönsku útlendingahersveitina eða hvað sem þetta heitir, sem mér finnst reyndar ekkert alveg óspennandi kostur en það væri heldur ekkert svona framtíðarstarf frekar en sjómennskan. Enn eitt sem kom sterkt inn hjá mér var writing and mass communication, og voilá hér er ég. Ef ég hef svona gífurlegan áhuga á þessu, þá er kannski alveg eins sniðugt að reyna að skrifa eitthvað á meðan ég er hvort eð er bara að láta mér leiðast.

Svo sagði þessi könnun mér fullst af hlutum um sjálfa mig sem ég vissi fyrir. Kannski var ég bara með of miklar væntingar en ég er a.m.k. hundfúl út í þennan 8000 kall sem mér finnst ég hafa hent í ruslið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

OMG, ég er bara ekki að trúa því að það sé blogg!!!

 Æði segi ég bara, þú ert svo skemmtilegur penni. Frá hverjum helduru að þú hafir það??? Kanski að þú ættir að íhugua að feta fótspor móður þinnar

 Leitt að heyra með þennan 8000 kall.

 En bara æði að þú skulir hafa bloggað á ný. Ég allavega mun halda í vonina að þú munir byrja að blogga á ný á "regular bases".

 The Frænk.

Inga Birna (IP-tala skráð) 25.9.2007 kl. 20:57

2 identicon

Hún er upprisin. Meira svona..

Annars finnst mér góð hugmynd að þú leggir fyrir þig afleiður og áhættustjórnun

Katrín (IP-tala skráð) 26.9.2007 kl. 20:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband