Nörd af lífi og sál

Ég er búin að gera alveg stórmerkilega uppgötvun. Hún er sú að það er alveg skemmtilegra að læra hluti bara upp á grínið en að læra þá af því mann langar í einhverja gráðu.

Við Katrín skelltum okkur á kaffihús um daginn og vorum þá reyndar að hittast í fyrsta skipti í skammarlega langan tíma. Á öðrum kaffibolla minntist hún á einhvern áfanga í skólanum sem hún sagði að væri algjört hell og að hún væri til í að gera hvað sem er til að sleppa við hann en það væri bara ekki hægt. Svo stakk hún upp á því, að ég held í gríni, að ég myndi bara koma með henni í tíma og þannig gætum við allavega setið saman sveittar yfir verkefnunum. Það sem Katrín gerði sér ekki grein fyrir er að aðgerðaleysið er alveg að fara með mig svo ég sagði bara já! Hún tók þetta já mitt nú ekki alvarlegar en svo að hún sendi mér ekki einu sinni glósurnar svo ég mætti bara galvösk í tíma 2 og skildi varla bofs í því sem maðurinn var að tala um. Það var eitthvað um samninga og vexti og gums sem ég hef aldrei spáð neitt í áður og mig vantaði allar skilgreiningar sem fóru fram í fyrsta tíma. En þar sem ég var nú að þessu til að þjálfa heilasellurnar hvort sem er fylgdist ég bara geðveikt vel með og var svona aðeins farin að átta mig á þessu þegar tíminn var búinn. Ég hafði bara aldrei gert mér grein fyrir því heldur að það væri svona gagnlegt að fylgjast með í fyrirlestri, hingað til hef ég eiginlega bara sótt þá annað hvort til að friða samviskuna eða leggja mig af því kennarinn hafði svo þægilega sofurödd. Svo fór ég aftur í tíma í dag, búin að fá glósurnar sendar og m.a.s. lesa þær....sem er annað sem ég fattaði aldrei að væri sniðugt að gera á meðan ég var sjálf í námiTounge.

Ég skil þetta kannski ekkert í botn, en finnst a.m.k. gaman að læra þetta - þótt þetta sé þannig námsefni að mér þætti það örugglega drepleiðinlegt ef ég væri að þessu af illri nauðsyn - og hver hefur ekki gott af því að kunna að reikna verð á hlutabréfum þó maður muni aldrei nýta sér þá hæfni? Nú bíð ég bara spennt eftir fyrsta verkefninu! Vá aldrei bjóst ég við að nota orðin bíða, spennt og verkefni í sömu setningu - ekki segja neinum frá þessu!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hehehe þú ert svo klikkuð

 þér leiðist allavega ekki á meðan, það er nú gaman að sjá smá blogg frá þe´r svona annað slagið:)

ég kem í bæinn 17 okt ertu ekki til í smá hitting?:)

Sandra dí (IP-tala skráð) 7.10.2007 kl. 13:25

2 identicon

Hahahaha Hér með vottast að þú ert nörd octóbersmánaðar  

Hey, þó ég sé nú engin stærðfræðisnilli, þá get ég samt ímyndað mér að þetta sé ágætis skemmtun þegar þú ert í veikindarfrí. Veit allavega að þú massar þetta og kemur mér svo inn í verðbréfamarkaðinn ;)

Tóta (IP-tala skráð) 7.10.2007 kl. 14:13

3 Smámynd: Sunna

Haha, það er ágætt að vita að þú hefur svona mikla trúa á mér Tóta. Verður gaman að fá að prófa að braska með þitt sparifé svona til að byrja með...myndi sko ekki treysta mér til að ráðstafa mínu eigin allavega:P

Og jú líst vel á hitting Sandra....fær maður þá kannski að sjá litla krúttið vakandi?

Sunna, 8.10.2007 kl. 12:29

4 identicon

ég lofa engu með að hann verði vakandi en hann er nú farinn að vaka helling svo það er aldrey að vita:)

Sandra dí (IP-tala skráð) 9.10.2007 kl. 01:08

5 identicon

 Hvaða sparifé???? Veist þú eitthvað sem ég veit ekki?? Hmmm er þetta eitthvað plott um triljónina sem við vorum að tala um, um daginn?  Ónei, ég er að detta inn í dagdraumageðveikina aftur LOL

Tóta (IP-tala skráð) 9.10.2007 kl. 16:27

6 identicon

Takk fyrir föstudagsdjammið :) það var rosa stuð skviz

Sif (IP-tala skráð) 16.10.2007 kl. 11:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband