Góður tími hjá doksa

Ég og puttinn minn fórum til doksa í gær. Þessi ferð á endurkomudeildina var á margan hátt óvenju ánægjuleg. Í fyrsta lagi mundi ég eftir að taka með mér bók svo ég þurfti ekki að eyða öllum biðtímanum í að lesa blöð frá 1997 og horfa á hina hræðilegu sápuóperu Por Todo lo Alto sem virðist alltaf vera á dagskrá á meðan ég bíð. Svo ég var alveg tilbúin í að eyða einhverjum klukkutímum á hinum ýmsu biðstofum eins og ég er vön og hefði bara skemmt mér ágætlega í þetta skiptið. En þess gerðist ekki þörf þar sem ég þurfti hvergi að bíða lengur en korter sem er svo óvenjulegt að ég er eiginlega ekki ennþá búin að jafna mig á þessari lífsreynslu. Í þriðja lagi virðist þessi puttadrusla mín loksins ætla að verða samvinnuþýð og í fyrsta skipti síðan fyrir slys er kominn einhver tenging á milli þessara tveggja beinhluta. Mig langaði mest til að knúsa lækninn þegar við bárum saman röntgenmyndir og sáum greinilega breytingu til hins betra frá síðustu mynd.

Læknirinn hafði líka frétt frá sjúkraþjálfaranum mínum að ég spilaði á gítar (þó það sé nú kannski ekki alveg sannleikanum samkvæmt ennþá) og sagði að ég ætti endilega að gera mikið af því, þar sem það er góð þjálfun fyrir puttann. Þetta fannst mér líka góð tíðindi því alveg síðan ég uppgötvaði í síðustu viku að ég get glamrað erum við gítarinn búin að vera næstum óaðskiljanleg. Þegar ég fer út úr húsi að gera eitthvað langar mig alltaf soldið til að vera bara heima að glamra. Held ég sé búin að fæla Kidda út með glamrinu og núna býst ég allt eins við því að hinar íbúðirnar verði settar á sölu á næstunni ef ég fer ekki að taka mér pásu. Þó það vanti ennþá soldið upp á að ég spili eins og Jimi Hendrix, þá er ég löngu orðin jafn góð og Pheobe en það var einmitt fyrsta markmiðið. Og svo er ég bara ekki frá því að ég sé orðin alveg þónokkuð skárri núna en ég var í síðustu viku. Svo hver veit, með þessu áframhaldi verð ég kannski orðin hæf í að vera útilegugítarspilari eftir svona 12 ár.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ég held sko að íbúðirnar fari ekki í sölu sko ef fólk er líkt mér... því mér finnst svo gaman að hlusta á einhvern glamra á gítar þó það sé í næstu íbúð... enda er það líka bara að sýna hvað fólk er hresst ;) ohhh það væri sko gaman ef við mundum hittast næst á djammi með stelpunuog þín mundi glamra nokkur lög ;) en vildi bara skilja eftir mig smá spor. ef þig langar að gægjast á mína síðu þá er lykilorðið á hana: Hugo ... ;)

sifinn (IP-tala skráð) 28.10.2007 kl. 09:01

2 identicon

haha....já þetta líst mér vel á...gæti spilað fyrir ykkur father and son og house of the rising sun og þá mynduð þið taka gítarinn og brjóta hann....sem myndi svo sem ekkert skemma tónleikana því ég væri hvort eð er búin með öll lögin sem ég kann. En já ég væri feitt til í að glamra með ykkur á djammi...bara ekki næsta djammi - vantar aðeins meiri æfingatíma:P

sunna (IP-tala skráð) 29.10.2007 kl. 00:04

3 identicon

Ertu búin að ná Sódómu 100% núna?

Það var eitthvað hálfstirt viðlagið þegar við vorum að gaula það í próflærdómi ;)

Hulda (IP-tala skráð) 30.10.2007 kl. 07:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband