Það var þá comeback hjá mér....

...en allavega, hér er ein færsla í viðbót.

Það virðist bara vera til einn maður sem getur glatt mig svo mikið að ég finn hjá mér knýjandi þörf fyrir að setjast við tölvuna og deila því með heiminum - og hann vinnur einmitt á þeirri stofnun sem ég er búin að bölva hvað mest á árinu. Já, ég var aftur að koma frá lækninum og í þetta skiptið valhoppaði ég út því nú er ég bara útskrifuð. Engir aukhlutir í puttanum lengur til að halda honum saman og samt bara tollir hann! Þarf aðeins að láta sárin gróa og klára slysavarnaskólann og þá get ég bara byrjað aftur að vinna.

Er eiginlega mun glaðari en ég bjóst við (er alveg með spenningshnút í maganum) að nú fer þessum lúxus-leti-leiðindakafla í lífi mínu að ljúka. Vildi bara óska sjálfri mér til hamingju með þetta!Grin


Góður tími hjá doksa

Ég og puttinn minn fórum til doksa í gær. Þessi ferð á endurkomudeildina var á margan hátt óvenju ánægjuleg. Í fyrsta lagi mundi ég eftir að taka með mér bók svo ég þurfti ekki að eyða öllum biðtímanum í að lesa blöð frá 1997 og horfa á hina hræðilegu sápuóperu Por Todo lo Alto sem virðist alltaf vera á dagskrá á meðan ég bíð. Svo ég var alveg tilbúin í að eyða einhverjum klukkutímum á hinum ýmsu biðstofum eins og ég er vön og hefði bara skemmt mér ágætlega í þetta skiptið. En þess gerðist ekki þörf þar sem ég þurfti hvergi að bíða lengur en korter sem er svo óvenjulegt að ég er eiginlega ekki ennþá búin að jafna mig á þessari lífsreynslu. Í þriðja lagi virðist þessi puttadrusla mín loksins ætla að verða samvinnuþýð og í fyrsta skipti síðan fyrir slys er kominn einhver tenging á milli þessara tveggja beinhluta. Mig langaði mest til að knúsa lækninn þegar við bárum saman röntgenmyndir og sáum greinilega breytingu til hins betra frá síðustu mynd.

Læknirinn hafði líka frétt frá sjúkraþjálfaranum mínum að ég spilaði á gítar (þó það sé nú kannski ekki alveg sannleikanum samkvæmt ennþá) og sagði að ég ætti endilega að gera mikið af því, þar sem það er góð þjálfun fyrir puttann. Þetta fannst mér líka góð tíðindi því alveg síðan ég uppgötvaði í síðustu viku að ég get glamrað erum við gítarinn búin að vera næstum óaðskiljanleg. Þegar ég fer út úr húsi að gera eitthvað langar mig alltaf soldið til að vera bara heima að glamra. Held ég sé búin að fæla Kidda út með glamrinu og núna býst ég allt eins við því að hinar íbúðirnar verði settar á sölu á næstunni ef ég fer ekki að taka mér pásu. Þó það vanti ennþá soldið upp á að ég spili eins og Jimi Hendrix, þá er ég löngu orðin jafn góð og Pheobe en það var einmitt fyrsta markmiðið. Og svo er ég bara ekki frá því að ég sé orðin alveg þónokkuð skárri núna en ég var í síðustu viku. Svo hver veit, með þessu áframhaldi verð ég kannski orðin hæf í að vera útilegugítarspilari eftir svona 12 ár.  


Nörd af lífi og sál

Ég er búin að gera alveg stórmerkilega uppgötvun. Hún er sú að það er alveg skemmtilegra að læra hluti bara upp á grínið en að læra þá af því mann langar í einhverja gráðu.

Við Katrín skelltum okkur á kaffihús um daginn og vorum þá reyndar að hittast í fyrsta skipti í skammarlega langan tíma. Á öðrum kaffibolla minntist hún á einhvern áfanga í skólanum sem hún sagði að væri algjört hell og að hún væri til í að gera hvað sem er til að sleppa við hann en það væri bara ekki hægt. Svo stakk hún upp á því, að ég held í gríni, að ég myndi bara koma með henni í tíma og þannig gætum við allavega setið saman sveittar yfir verkefnunum. Það sem Katrín gerði sér ekki grein fyrir er að aðgerðaleysið er alveg að fara með mig svo ég sagði bara já! Hún tók þetta já mitt nú ekki alvarlegar en svo að hún sendi mér ekki einu sinni glósurnar svo ég mætti bara galvösk í tíma 2 og skildi varla bofs í því sem maðurinn var að tala um. Það var eitthvað um samninga og vexti og gums sem ég hef aldrei spáð neitt í áður og mig vantaði allar skilgreiningar sem fóru fram í fyrsta tíma. En þar sem ég var nú að þessu til að þjálfa heilasellurnar hvort sem er fylgdist ég bara geðveikt vel með og var svona aðeins farin að átta mig á þessu þegar tíminn var búinn. Ég hafði bara aldrei gert mér grein fyrir því heldur að það væri svona gagnlegt að fylgjast með í fyrirlestri, hingað til hef ég eiginlega bara sótt þá annað hvort til að friða samviskuna eða leggja mig af því kennarinn hafði svo þægilega sofurödd. Svo fór ég aftur í tíma í dag, búin að fá glósurnar sendar og m.a.s. lesa þær....sem er annað sem ég fattaði aldrei að væri sniðugt að gera á meðan ég var sjálf í námiTounge.

Ég skil þetta kannski ekkert í botn, en finnst a.m.k. gaman að læra þetta - þótt þetta sé þannig námsefni að mér þætti það örugglega drepleiðinlegt ef ég væri að þessu af illri nauðsyn - og hver hefur ekki gott af því að kunna að reikna verð á hlutabréfum þó maður muni aldrei nýta sér þá hæfni? Nú bíð ég bara spennt eftir fyrsta verkefninu! Vá aldrei bjóst ég við að nota orðin bíða, spennt og verkefni í sömu setningu - ekki segja neinum frá þessu!

 


Draugar

Nú á ég í stríði við einhvern stórdularfullan rafmagnsdraug. Á þessu yfirdrifið tæknivædda heimili eru að sjálfsögðu til 2 dvd-spilarar núna eftir að "skrifstofunni" minni sem ég notaði aldrei var breytt í Kidda herbergi. Ég var með minn spilara inni í herbergi og spilarinn hans Kidda var í stofunni. Fyrir nokkrum vikum tók spilarinn í stofunni upp á því að lesa ekki diska, halda því bara fram að það væri enginn diskur. Þetta var nú ekki mikið vandamál á þessu nútímaheimli þar sem ég horfi aldrei á sjónvarpið inni í herbergi svo við skiptum bara á spilurum. Áðan tók minn spilari allt í einu upp á því að gera það sama við einhverja mynd sem við ætluðum að horfa á. Þá prófuðum við aðra mynd og m.a.s. tvær myndir í viðbót við það en ekkert gekk. Kiddi neitaði að trúa að spilari númer 2 væri bilaður og vildi meina að þetta væru bara allt gallaðir diskar. Í einhverju aulagrínkasti ákvað ég að prófa einhverja mynd í spilaranum hans og öllum að óvörum bara svínvirkaði þetta. Svo nú eru dvd spilararnir aftur búnir að skipta um stað og við gátum horft á mynd yfir kvöldmatnum. Eftir myndina ákvað ég að fara að ganga frá eftir matinn en sú leiðindaiðja finnst mér svona rétt viðráðanleg með góðri tónlist. Þegar ég kveikti á magnaranum varð bara allt dimmt. Þegar ég var svo búin að setja rafmagnið á aftur kviknaði ekki á geislaspilaranum og við nánari athugun kom í ljós að hann var dottinn úr sambandi - en það var kveikt á honum áður en magnarinn sló rafmagninu út. Er þetta ekki pottþétt draugur?

Svo var ég rétt í þessu að keyra heim úr Bryggjuhverfinu. Fyrstu ljósin á leiðinni eru við Grensásveg. Þar lenti ég á rauðu. Á Háaleitisbraut líka og svo á næstu ljósum við Kringlumýrarbraut líka. Næstu ljós eftir það eru við Lönguhlíð, og getiði hvernig þau voru á litinn þegar mig bar að garði! Jú rauð líka. Og sömu sögu var að segja um öll 4 umferðarljósin sem ég átti eftir að fara fram hjá. Á sem hélt þetta ætti að vera eitthvað samstillt - og reyndar veit af reynslunni að venjulega er það þannig. Er þetta ekki bara draugur líka?

Ég veit að ég segi í minni eigin lýsingu á mér hér á síðunni að ég trúi ekki á drauga. Ég held ég sé búin að skipta um skoðun. Og ætli ég sé ekki bara búin að skipta um skoðun í sambandi við að trúa á Guð, geimverur, töfra, kraftaverk og ást við fyrstu sýn líka. Eða í það minnsta útiloka ég ekkert lengur. Ég fór nefninlega til spámiðils um daginn, aðallega af því ég hafði ekkert betra að gera og mig hefur langað soldið lengi að heyra hvaða bull kæmi út úr spilunum hjá mér.  Ef þetta er allt í plati eins og ég var alveg handviss um áður en ég fór, þá var ég allavega plötuð alveg upp úr skónum því mér fannst alveg ótrúlegt hvað hún vissi mikið um mig. Nú bara bíð ég spennt eftir að sjá hvort það sem hún sagði um framtíðina rætist.


Comeback ársins

Nú er liðið ár og tveir dagar síðan síðasta færslan í hópi nokkurn veginn reglulegra færslna birtist hér og því varla til heppilegri tími til að endurvekja kannski þetta blogg. Kannski er lykilorðið - ef þessir tveir aðdáendur mínir villast einhvern veginn til þess að lesa þetta, ekki hoppa hæð ykkar af hamingju - þetta er aðeins óljóst loforð sem leyfilegt er að svíkja.

Ég er pinkulítið týnd í sambandi við hvað ég vil eiginlega gera í lífinu. Búin að komast að því að verkfræðin gerir mig bara þunglynda og mér finnst sjómennskan miklu skemmtilegri....enn þá. Það er alveg ljóst að ég ætla mér ekki að vera sjómaður allt mitt líf þó það sé rosa gaman að prófa þetta. Þannig að nú er ljóst að stefnan er tekin til útlanda í nám næsta haust. Þá er bara stóra spurningin - hvað vil ég læra? Er búin að velta þessu soldið mikið fyrir mér síðan ég komst að því að frystitogarasjómennska var ekki sú rífandi skemmtun sem ég hafði gert mér í hugarlund og er eiginlega engu nær. Á tímabili var skásta hugmyndin að fara að læra ljónatamningar - pabbi bjóst víst alltaf við að ég myndi fara í þá áttina. Þar sem mér fannst það ekkert mjög raunhæfur kostur ákvað ég að skella mér í 8000 króna áhugasviðskönnun hjá námsráðgjöfinni. Þvílík endemis peningasóun!

Ég grínaðist soldið með það áður en ég fór í könnunina að hún myndi bara leiða í ljós að ég yrði ætti að verða verkfræðingur - starfið sem ég er að flýja. Og viti menn! Orðin engineer, mechanics og construction koma öll fyrir meira en einu sinni í upptalningum á störfum sem eiga að vekja áhuga minn á hinum ýmsu levelum (auglýsi eftir sambærilegu orði á íslensku).  Annað sem kom oft fyrir var military - en það hjálpar mér voða lítið líka, nema ég ákveði að fara frönsku útlendingahersveitina eða hvað sem þetta heitir, sem mér finnst reyndar ekkert alveg óspennandi kostur en það væri heldur ekkert svona framtíðarstarf frekar en sjómennskan. Enn eitt sem kom sterkt inn hjá mér var writing and mass communication, og voilá hér er ég. Ef ég hef svona gífurlegan áhuga á þessu, þá er kannski alveg eins sniðugt að reyna að skrifa eitthvað á meðan ég er hvort eð er bara að láta mér leiðast.

Svo sagði þessi könnun mér fullst af hlutum um sjálfa mig sem ég vissi fyrir. Kannski var ég bara með of miklar væntingar en ég er a.m.k. hundfúl út í þennan 8000 kall sem mér finnst ég hafa hent í ruslið.


Midlife crisis

Á morgun ætla ég að leggja land undir dekk og keyra á Humarhátið á Höfn í Hornafirði. Ég verð alein í bílnum með fullt skott af áfengi. Af hverju? Af því allir aðrir sem ég þekki og eru að fara á humarhátíð eru að fara í einhverjar fullorðinsfjölskylduferðir sem ganga út á að hámarka barna- og makafjölda og lágmarka áfengi. Where's the fun in that?

Ég ákvað að skella mér bara samt því ég komst að því um seinustu helgi að það er gott að vera í sveitinni. Svo er hvort eð er glatað að djamma í bænum eftir að þetta reykingabann tók gildi. Svo ég fer bara í sveitina og borða humar og skemmti mér með fjölskyldufólkinu og eignast svo bara einhverja nýja vini og á eflaust eftir að skemmta mér prýðilega.

En samt sem áður er mér farið að líða eins og einhverri Bridget Jones í fjölskyldufólksheimi. Munurinn á okkur er hins vegar sá að ég er ekki tilbúin að leggja allt í sölurnar til að hætta að vera singleton...eiginlega hef ég mjög takmarkaðan áhuga á að hætta því. Og áhugi minn á að byrja að unga út er vægast sagt mun takmarkaðri. Og eiginlega bara áhugi minn almennt á því að vera fullorðin. Kannski maður fari bara samt og finni sér kall til að fitta inn og fái sér allavega hund svona til að geta sagt eitthvað þegar hinir tala um kúkableyjur og ferðir niður á tjörn. Tek við umsóknum í kommentakerfi.

En ætli lífið sé ekki bara svona eftir 25?


Prumpuborg

Tha er eg komin til Svithjodar i heimsoknarferdina miklu til Helgu og Malle. Og eg er byrjud ad blogga sem hlytur ad thyda ad mer leidist jafn mikid og i gomlu vinnunni sem er ekki gott.

Aetladi ad taka lest til Lundar beint af flugvellinum i Stokkholmi thegar eg lenti rett eftir hadegi i dag, en thar var mer sagt ad thad vaeri bara allt uppselt, eg aetti ad profa a adallestarstodinni i Stokkholmi. Svo eg tok rutu thangad og fann midasoluna og thar var mer lika sagt ad thad vaeri allt uppselt. Jibbi!!! En eitthvad var laust i lestina sem fer kl. 11 i kvold og er af einhverjum astaedum 7 og halfan tima a leidinni a medan hinar eru bara 4. En hvad um thad, eg bara keypti soleidis mida svo eg kem til Helgu eldsnemma i fyrramalid i stadinn fyrir um kvoldmatarleitid i kvold. Tha var bara ad eyda thessum 9 timum i stokkholmi. Thar sem Malle byr her var eg soldid bjartsyn a ad thetta yrdi bara hinn finasti dagur en hun er ekki med sima stelpan (hvernig er haegt ad vera ekki med sima?!?!) svo eg sendi henni e-mail um stoduna og sagdi henni ad hringja i mig....sem hun hefur ekki gert. Tha akvad eg nottla ad fyrsta mal a dagskra vaeri ad finna ser einhvern saemilega kosi bar og fa ser ol og sigo. Eg held eg hafi verid buin ad labba i ruman klukkutima thegar eg fann eitthvad sem gat hugsanlega flokkast undir saemilega kosi bar, for thar inn og keypti mer bjor. Svo settist eg nidur med bjorinn minn og bad um oskubakka, en neinei, Sviar eru ad sjalfsogdu ein af thessum asnathodum sem eru bunar ad banna reykingar a borum. Og ekki ma madur fara med bjorinn ut i hurd heldur svo eg drakk halfan bjor, for svo ut a gotu og reykti eina rettu, for svo inn og klaradi bjorinn og byrjadi svo bara aftur ad labba...i thetta skiptid ekki einu sinni ad leita ad bar thvi thad er ekkert varid i bjor sem ma ekki reykja med. Kikti i einhverjar budir (eins og mer finnst thad nu gaman), keypti ekki neitt og rafadi meira um. Fann svo bio og akvad ad thad hlyti ad vera agaetis daegrastytting. Borgadi mig inn a naestu syningu af Pirates of the Carribean sem er by the way dyrara en ad fara i bio heima a islandi. Svo beid eg i svona halftima og for svo inn i sal og sofnadi i auglysingunum og bara vaknadi ekki aftur fyrr en myndin var buin-svo thar var 1000 kronum vel varid. Reyndar grisadi eg a alveg retta myndi fyrir svona starfsemi thvi hun var alveg 2 og halfur timi og thar med fekk eg lengri svefntima fyrir peningana mina. Svo kom eg bara hingad a internetid og nuna a eg bara eftir ad drepa 2 tima i thessari borg alein. Veit bara ekkert hvar mig langar ad drepa tha thegar thad ma hvergi reykja.

En djofull hlakka eg til ad koma upp i thessa lest a eftir og sofa i 7 tima og vakna svo i Lundi med felagsskap af Helgu, Eddu og fleiri furdufuglum.


Og grátiði nú!

Eins og aðdáendur mínir hafa orðið varir við hefur verið eitthvað lítið um færslur hérna síðan ég hætti að vinna....eða meira svona bara ekki neitt. Nú mun ekki verða gerð bót þar á þar sem bloggviljinn er bara ekki til staðar nema maður sé hvort sem er fastur fyrir framan tölvu allan daginn...og þannig er það bara ekki lengur. Og jafnvel þó bloggandinn svífi kannski yfir mér oft á næstu dögum, þá mun ég bara ekkert geta gert í málinu því ég er farin á sjóinn....hasta la vista baby!

Feiklana

Var Dilana ekki eitthvað grunsamlega fljót að jafna sig af rifna kálfanum sínum? Reyndar fannst mér líka hálfundarlegt í síðustu viku hvernig hún virtist geta gert allt við fótinn nema stíga í hann - pabbi var ekki sparkandi út í loftið rétt eftir að hann reif sinn kálfa allavega. Það sem fólk gerir til að reyna að vinna einhverja samúð eftir að hafa sýnt heiminum hvað það er mikið bitch inni við beinið!

Ok, magni kominn á svið...best að fara að horfa...


Hvað meina yfirvöld í Súdan?

Enn einu sinni ætla ég að flagga fáfræði minni og játa að ég bara botna hvorki upp né niður í neinu. Af hverju í ósköpunum hafna súdönsk yfirvöld því að lið Sameinuðu Þjóðanna taki við af liði Afríkusambandsins sem er greinilega ekki í stakk búið til að takast á við verkefnið? Og ef ástæðan er sú eina sem mér dettur í hug (enda fáfróð með meiru um málið - en það er að yfirvöldi vilji einfaldlega ekki að þessu liði í Darfur sé hjálpað af "hlutlausum aðilum") hvaða ástæðu geta þeir þá gefið sem afsökun?

Arg...enn eina ferðina er ömurleiki heimsins að ná að gera mig pirraða!


mbl.is Egeland: „Gæslulið SÞ í Darfur lífsnauðsyn"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband